Færsluflokkur: Bloggar
Jahjerna
11.4.2007 | 22:16
Var að skoða mig um í blogheimum og mundi þá eftir þessari síðu minni og ákvað að kíkja aðeins á þetta dæmi aftur, sennilega bara fyrir kurteisissakir. Og ekki er að sökum að spyrja, ég sá það að einhver hafði skráð athugasemd við eina blogfærsluna mína, svona frekar í drullustílnum eins og afar mörgum er tamt. Get ekki alveg sett fingurinn á þessa áráttu fjölmargra að vera með svona skítlegar athugasemdir. Gagnrýni er eitt, siðlaust skítkast annað.
Hins vegar snertir þetta mig ekkert, þar sem þeir sem hafa svonalagað frammi eru yfirleitt óskráðir (Ómerkir einstaklingar). Dreg í efa að fólk með snefil af sjálfsvirðingu fari að rita svoleiðis komment eins og viðkomandi. Þó eru nokkrir hérna, sem og á öllum vefsvæðum, sem eru innskráðir undir dulnefnum og gera engin skil á sjálfum sér, sem sagt ábyrgðarlausir einstaklingar, og þar með ómarktækir í beinu framhaldi.
Nú um þessar mundir er ég eingöngu að tjá hugrenningar mínar á minnsirkus.is, hvar fólk er í flestum tilvikum kurteist og nokkurnveginn siðprútt, þó ekki allir, það er fjandakornið ekki hægt að ætlast til þess að allir séu jafn fullkomnir og ég. Svo hef ég fjárfest í allviðamiklu myndaplássi á hinni alíslensku vefsíðu http://www.123.is Þar er gott að vera get ég sagt ykkur, kominn með 2 Gb af plássi og allir hamingjusamir. Hef verið þar inni í rúm tvö ár. Og ekki spillir að þar eru allir, ég endurtek, allir kurteisir og siðprúðir. Það er nefnilega staðreynd að með því að selja aðgang að vefsvæðum, þá veljast þangað inn einstaklingar sem hafa eitthvað vit í kollinum og eru ekki að offra sjálfsvirðingunni í einhvern tittlingaskít.
Nóg af rausi, nýliðnir páskar voru um margt ánægjulegir fyrir mig og mína nánustu. Þegar mest var á heimilinu, voru alls 4 ættliðir samankomnir og mikið gaman. Þótt ég sé ekki mannblendinn persónuleiki í grunninn, þá hef ég gaman að því þegar fjölskyldan nær saman og hefur gaman af. Þessa áráttu hef ég erft frá móðurfjölskyldunni og hittast allamargir í þeirri kvísl allavega einu sinni á ári og trallar og tjúttar mikið. Tilgangurinn er eðlilega sá að treysta böndin og leyfa börnunum að kynnast sínum nánustu, til þess að ættartengslin haldist jafn góð og hægt er hverju sinni.
Lifið heil
Vá.....
11.4.2007 | 21:34
![]() |
Rannsaka streitu í eldisfiskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gömul tíðindi
11.4.2007 | 21:30
Það er með mig eins og marga aðra a fréttir af slíkum toga koma manni ekkert á óvart. Öll þessi megrunardæmi, eru markaðssetningar upprunnar frá kananum og eru sjaldnast til þess fallnar að fólk léttist eða ná einhverjum marktækum tökum á líkamsstarfseminni. Heldur erum við að tala um peningaplott af verstu gerð.
Maður getur ekki verið nema argur, sérstaklega þegar manni er hugsað til þeirra sem virkilega þurfa á aðstoð að halda til að jafna efnaskiptin og koma einhverju skikki á hlutina.
Nei, fréttir sem þessar koma manni ekkert á óvart, löngu vitaðar staðreyndir.
![]() |
Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirsæta lést, léttist eða dó hún?
15.2.2007 | 22:15
Nett grín af minni hálfu, þótt svo andlát séu engin gleðitíðindi. Nema hvað, þegar maður les fréttir af þessum toga, kemur alltaf upp í hugann Efedrín, hið heimsfræga megrunarlyf, sem veldur því að hjartað fer á yfirsnúning. Og það má með sanni segja að þeir einu sem þola slíkt eru þeir sem eru vel þjálfaðir fyrir og með efnaskiptin í lagi. En þá kemur það upp í hugann einnig að þeir hinir sömu þurfa ekki á Efedrín að halda til að halda sér í formi.
Svo má ekki útiloka erfðagalla, það gæti verið raunhæf ástæða líka, en þar sem stúlkukindin, ásamt systur sinni, eru fyrirsætur þar sem veruleikafirrtir einstaklingar ráða ríkjum.
Efedrín segi ég.
![]() |
Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Losun gróðurhúsalofttegunda.
3.2.2007 | 10:09
Gott framtak að setja saman svona hræðsluáróður, í raun afar sniðugt. Fólk almennt veltir svona hlutum ekki mikið fyrir sér og kannski eðlilegt þegar persónulegir smásmuguþættir eru allsráðandi. Hins vegar má kannski deila um hvort sú hætta sem klifað sé á, sé í raun yfirvofandi. Fyrir einhverjum árum boruðu vísindamenn í gegnum ísinn á Grænlandsjökli, gagngert til að safna upplýsingum um veðurfarslega þróun á einhverjum hundruðum þúsunda ára, jafnvel lengur. Man þetta ekki svo gjörla. Hins vegar man ég það að niðurstöðurnar voru á þá leið að þær hamfarir sem lýst er yfir í þessari skýrslu sem nú er komin fram, gerast með jöfnu millibili, svona nokkurn veginn. Einhver náttúrfarsleg ferli sem ég kann ekki að útskýra nánar. Veðurfræðingar og jarðfræðingar kunna það.
Hins vegar má kannski með sanni segja að við séum að flýta þessu ferli, losun koltvísýrings og annarra slæmra gastegunda gerir ekkert gott og þegar kannski er komið að eðlilegri niðursveiflu, verða áhrifin skyndilegri og hraðari. Velti því fyrir mér hvort sannleikurinn sé svolítið teygður þegar verið sé að kenna okkar menningu algjörlega um þetta. Ég vil trúa því að okkar mengunarsamfélög eiga sinn þátt í því ástandi sem er að skapast, þ.e. flýtingu þessara aðstæðna og afleiðinga, en sé ekki raunverulegur orsakavaldur.
![]() |
Hlýnun andrúmsloftsins mun gerbreyta jörðinni á 100 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfsfróun, æji nei.
3.2.2007 | 09:56
Þetta kemur mér svosem ekkert á óvart, þ.e. að bretar séu svona gjörsamlega sneyddir siðferðisvitund. Nægir að nefna eina unglingasíðu, http://www.binbox.com , þar sem sést berlega hversu sjálfgefið þykir að sýna sjálfum sér og öðrum lítilsvirðingu þegar kemur að myndbirtingum og siðferði almennt.
Okkur fer hrakandi með hverjum áratuginum sem líður, sorgleg staðreynd.
![]() |
Channel 4 hættir við að sýna þætti um sjálfsfróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vista
2.2.2007 | 02:26
Ég er einn af allmörgum sem get ekki keyrt Windows Vista. Þetta stýrikerfi er afar kröfuhart á vélbúnað, sem er ekki alveg orðið almennt í dag. Ég keyrði Upgrade Advisor forrit sem er á heimasíðu Microsoft og þar kom fram að ég þyrfti nánast að kaupa nýja tölvu. Móðurborðið var ekki nógu gott, vinnsluminnið ekki nógu öflugt, Vista krefst DVD drifs og skjákortið er ekki nógu gott heldur. Þó er ég einungis með 3ja ára gamalt móðurborð, er ekki með DDR minni og bara 128 Mb skjákort. Hörðu diskarnir hafa ekki nógu mikið pláss eftir, þar sem heildaplássþörf Vista er 40 Gb, þótt þeir auglýsi aðeins 15 Gb plássþörf. Þetta kemur fram á heimasíðu Microsoft.
Þannig að ég verð að kaupa mér uppsettan turn með Vista til að geta notað þetta dæmi.
![]() |
Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver les yfir stafsetningarkunnáttu þeirra sem skrifa í blaðið?
15.1.2007 | 20:58
Kindur hafa aldrei verið Kyndur. Kindur láta fóstri, ekki hef ég séð neina kind látra neinu.
Í guðanna bænum höldum ritmálinu réttu og Íslensku.
![]() |
Ær bar tvívegis á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Scarlett ó Scarlett
15.1.2007 | 20:54
Ég er ekki að sjá hana taka þessu hlutverki, get varla ímyndað mér að leikkona með einhverjar framavonir taki tilboði af þessum toga.
Scarlett Johansson er í mínum huga það mikil klassaleikkona að ég ætti ekki að missa neinn svefn yfir svona fréttum, hún hefði svosem kroppinn í það, en ég vona að heilabúið sé þroskaðra en svo.
![]() |
Tekur Scarlett Johansson að sér hlutverk Jennu Jamesson? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Diet-Tyggjó
15.1.2007 | 20:43
Enn heldur leitin áfram að "töfrapillunni", nú í formi tyggjós. Nú er það svo að ég reyki enn t.d. og hef prófað svokallað Nikótíntyggjó, en ekki gagnaðist það mér, aðallega vegna þess hvað það olli miklu bakflæði. Hins vegar veit ég að ég get hætt, aðeins ef ég ákveð það og framkvæmi það, en þetta er spurning um aga sem ég hef greinilega ekki tileinkað mér ennþá.
Þeir einstaklingar sem eiga við yfirvigt að etja sem er af líffræðilegum toga gætu trúlega notfært sér þetta tyggjó, ég er hins vegar ekki alveg jafnviss með þá sem eru of þungir sakir lífsstíls. Matarfíkn er til einnig og veit ekki svosem hvernig það færi. Nú er það svo að of margir sem hætta að reykja t.d. með aðstoð einhverra staðgengilsefna, byrja aftur. Ég hef grun um að það verði eins með þetta, ekki það að ég þekki þetta Diet-Tyggjó, heldur er ég að vísa í mannlega hegðun, sem ég er nokkuð vel heima í.
Þeir sem eiga í baráttu við aukakíló án þess að sannanlega sé um líffræðilegar ástæður að ræða, hafa yfirleitt ekki þann aga sem þarf til að breyta sínu daglega mynstri. Þetta á við um nánast allt sem viðkemur ofneyslu einhvers sem er okkur óeiginlegt. Þessir einstaklingar eru oftar en ekki orðnir þunglyndir og hafa sig ekki af stað til að gera það sem þarf, þ.e. breyting á mataræði og lífsvenjum, þ.m.t. hreyfing og hafa ákveðna reglu á hlutunum. Ég er ekki að sjá að tyggjó muni nýtast sem varanlegur kostur til að hrinda af stað lífsformbreytingu hjá fólki, nema þá í litlum mæli.
Örugglega kemur þetta til með að aðstoða einhverja, vonandi, en ég verð illilega svikinn ef þetta er einhver töfralausn á okkar áunna vanda.
Ég er í þeim hópi að hafa vanda hvað snertir hið gagnstæða. Ég léttist of mikið ef ég er ekki alltaf að úða í mig um tvöföldum skammti hitaeininga meðalmannsins á hverjum degi. Kannski koma þeir einhvern tímann með "Fitupillu" eða Mörtyggjó.......?
![]() |
Vonir bundnar við tyggigúmmí í baráttunni við offituvandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |