Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Fyrirsæta lést, léttist eða dó hún?

Nett grín af minni hálfu, þótt svo andlát séu engin gleðitíðindi. Nema hvað, þegar maður les fréttir af þessum toga, kemur alltaf upp í hugann Efedrín, hið heimsfræga megrunarlyf, sem veldur því að hjartað fer á yfirsnúning. Og það má með sanni segja að þeir einu sem þola slíkt eru þeir sem eru vel þjálfaðir fyrir og með efnaskiptin í lagi. En þá kemur það upp í hugann einnig að þeir hinir sömu þurfa ekki á Efedrín að halda til að halda sér í formi. 

Svo má ekki útiloka erfðagalla, það gæti verið raunhæf ástæða líka, en þar sem stúlkukindin, ásamt systur sinni, eru fyrirsætur þar sem veruleikafirrtir einstaklingar ráða ríkjum.

Efedrín segi ég. 


mbl.is Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losun gróðurhúsalofttegunda.

Gott framtak að setja saman svona hræðsluáróður, í raun afar sniðugt. Fólk almennt veltir svona hlutum ekki mikið fyrir sér og kannski eðlilegt þegar persónulegir smásmuguþættir eru allsráðandi. Hins vegar má kannski deila um hvort sú hætta sem klifað sé á, sé í raun yfirvofandi. Fyrir einhverjum árum boruðu vísindamenn í gegnum ísinn á Grænlandsjökli, gagngert til að safna upplýsingum um veðurfarslega þróun á einhverjum hundruðum þúsunda ára, jafnvel lengur. Man þetta ekki svo gjörla. Hins vegar man ég það að niðurstöðurnar voru á þá leið að þær hamfarir sem lýst er yfir í þessari skýrslu sem nú er komin fram, gerast með jöfnu millibili, svona nokkurn veginn. Einhver náttúrfarsleg ferli sem ég kann ekki að útskýra nánar. Veðurfræðingar og jarðfræðingar kunna það. 

Hins vegar má kannski með sanni segja að við séum að flýta þessu ferli, losun koltvísýrings og annarra slæmra gastegunda gerir ekkert gott og þegar kannski er komið að eðlilegri niðursveiflu, verða áhrifin skyndilegri og hraðari. Velti því fyrir mér hvort sannleikurinn sé svolítið teygður þegar verið sé að kenna okkar menningu algjörlega um þetta. Ég vil trúa því að okkar mengunarsamfélög eiga sinn þátt í því ástandi sem er að skapast, þ.e. flýtingu þessara aðstæðna og afleiðinga, en sé ekki raunverulegur orsakavaldur.  


mbl.is Hlýnun andrúmsloftsins mun gerbreyta jörðinni á 100 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsfróun, æji nei.

Þetta kemur mér svosem ekkert á óvart, þ.e. að bretar séu svona gjörsamlega sneyddir siðferðisvitund. Nægir að nefna eina unglingasíðu, http://www.binbox.com , þar sem sést berlega hversu sjálfgefið þykir að sýna sjálfum sér og öðrum lítilsvirðingu þegar kemur að myndbirtingum og siðferði almennt.

Okkur fer hrakandi með hverjum áratuginum sem líður, sorgleg staðreynd.  


mbl.is Channel 4 hættir við að sýna þætti um sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vista

Ég er einn af allmörgum sem get ekki keyrt Windows Vista. Þetta stýrikerfi er afar kröfuhart á vélbúnað, sem er ekki alveg orðið almennt í dag. Ég keyrði Upgrade Advisor forrit sem er á heimasíðu Microsoft og þar kom fram að ég þyrfti nánast að kaupa nýja tölvu. Móðurborðið var ekki nógu gott, vinnsluminnið ekki nógu öflugt, Vista krefst DVD drifs og skjákortið er ekki nógu gott heldur. Þó er ég einungis með 3ja ára gamalt móðurborð, er ekki með DDR minni og bara 128 Mb skjákort. Hörðu diskarnir hafa ekki nógu mikið pláss eftir, þar sem heildaplássþörf Vista er 40 Gb, þótt þeir auglýsi aðeins 15 Gb plássþörf. Þetta kemur fram á heimasíðu Microsoft. 

Þannig að ég verð að kaupa mér uppsettan turn með Vista til að geta notað þetta dæmi.  


mbl.is Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband