Vista

Ég er einn af allmörgum sem get ekki keyrt Windows Vista. Þetta stýrikerfi er afar kröfuhart á vélbúnað, sem er ekki alveg orðið almennt í dag. Ég keyrði Upgrade Advisor forrit sem er á heimasíðu Microsoft og þar kom fram að ég þyrfti nánast að kaupa nýja tölvu. Móðurborðið var ekki nógu gott, vinnsluminnið ekki nógu öflugt, Vista krefst DVD drifs og skjákortið er ekki nógu gott heldur. Þó er ég einungis með 3ja ára gamalt móðurborð, er ekki með DDR minni og bara 128 Mb skjákort. Hörðu diskarnir hafa ekki nógu mikið pláss eftir, þar sem heildaplássþörf Vista er 40 Gb, þótt þeir auglýsi aðeins 15 Gb plássþörf. Þetta kemur fram á heimasíðu Microsoft. 

Þannig að ég verð að kaupa mér uppsettan turn með Vista til að geta notað þetta dæmi.  


mbl.is Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband