Eitthvað sem verður að bregðast við

Nú poppar alltaf upp þessi umræða um hina miklu smán í okkar þjóðfélagi, þ.e. kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi almennt. Þetta er eðli málsins samkvæmt óviðunandi. Á sínum tíma var ég mikið á móti þeirri ákvörðun að gera aðeins annan aðilann refsiverðan gagnvart vændi, þ.e. ég vildi að jafnt seljandinn sem kaupandinn væru jafnir gagnvart þessu atriði. En útkoman varð sú að vændi er löglegt í dag, ekkert er aðhafst ef þriðji aðili er ekki að hagnast á þessu. Nú hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að vændi annarsvegar og kynferðislegt ofbeldi hins vegar sé ekki jafntengt og margir vilja halda.

Mín skoðun er sú, og hefur alltaf verið, að kynferðislegt ofbeldi sé eitthvað sem hægt sé að leysa með virkum forvörnum. Þá á ég við að koma þessum skilaboðum inn á heimilin og einnig að hafa sérstakan viðbúnað gagnvart skólunum. Nú hef ég veitt því eftirtekt síðastliðin ár hvað siðferðiskennd unglinga hefur hrakað verulega. Sérstaklega þegar kemur að kynlífinu. Það virðist vera viðtekin hugmynd að munnmök séu ekki kynlíf, skyndikynni, þ.e. sjortari í skúmaskoti, sé ekki heldur kynlíf. Fikt og fróun þegar unglingar sofa saman á skólaferðalögum, sé heldur ekki kynlíf. 

Allt þetta er kynlíf samkvæmt venjulegum skilgreiningum og ætti að koma inn hjá foreldrum og börnunum í skólunum. 

Allt þetta er okkar mál og eigum við að bregðast við af fullum þunga ef þetta á ekki eftir að versna. 


mbl.is Aldrei fleiri vændismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband