Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hraðamyndavélar

Hef oft lesið yfir viðbrögð annarra varðandi aðgerðir yfirvalda sem þessar og stundum blöskrar mér.

Fyrir mér er þetta ákaflega einfalt, förum að lögum, þá þarf ekki að vera að hafa áhyggjur af "stóra bróður". Það er eins og allt of mörgum sé fyrirmunað að skilja að það gilda hér á landi reglur um hámarkshraða í dreifbýli sem og þéttbýli. Þessi hámarkshraði er t.d. 90 km/klst á þjóðvegi og miðast við bestu möguleg skilyrði hverju sinni. Takið eftir, bestu möguleg skilyrði hverju sinni.

Hvað er svona ofboðslega erfitt við að skilja svona einfalt atriði?


mbl.is Hraðamyndavélar í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ég hef alltaf sagt

Tveir Gúbí með sultu á milli í samlokuna, er besta svefnmeðalið........

mbl.is Gullfiskar góðir fyrir svefninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn sagna bestur

Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið varðandi mínar eigin hugrenningar hérna á þessu vefsvæði, er ljóst að hérna þola menn ekki sannleikann. Og það sannast alltaf betur og betur að sannleikurinn er sárastur, en hann verður að koma fram. Það er engum greiði gerður með því að þegja eða semja einhverjar klígjukenndar lofrollur í hvítri lygi. 

Og til að lágmarka hættuna á að "kommentarar", sem eru oftastnær nafnlausir, verði sér til skammar, hef ég lokað fyrir möguleikann á komment. Því eins og titill vefsvæðisins ber með sér, þá eru þetta mínar vefhugsanir og eru fyrir mig sjálfan.  


Drugfestival

Írskir dagar hafa verið undanfarin 2 ár ein alstærsta dóphátíð Íslendinga og ekki ætlar hátíðin í ár að svíkjast udan merkjum. Sem betur fer er gæsla og eftirlit til fyrirmyndar sem skýrir fjölda eiturlyfjamála og annarra fíkniefnamála. Það eru allmörg ár frá því ég fór sjálfur á einhverskonar útihátíð, hef í raun aldrei skilið þessa þörf fyrir að liggja útúrölvaður einhversstaðar og vera með leiðindi. En einhversstaðar verða íslendingar að fá útrás fyrir hálvitaganginn og önnur fíflalæti, sem og að iðka pervertískar hvatir. Nauðgun virðist vera tískufyrirbæri, mér finnst sem einhverjir fari með það fyrir stafni að nauðga og reyna komast upp með það. Svo náttúrulega að berja náungann, praktisera frumhvatirnar, þykjast vera betri en einhver annar. 
mbl.is Mikið um ólæti og ryskingar á Akranesi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Never ending story

Þarna er heimilislífið brostið greinilega. Alltaf allnokkur tilfelli á hverju ári. Fæst koma fram í fjölmiðlum.

mbl.is Lýst eftir 17 ára gamalli stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband