Losun gróðurhúsalofttegunda.

Gott framtak að setja saman svona hræðsluáróður, í raun afar sniðugt. Fólk almennt veltir svona hlutum ekki mikið fyrir sér og kannski eðlilegt þegar persónulegir smásmuguþættir eru allsráðandi. Hins vegar má kannski deila um hvort sú hætta sem klifað sé á, sé í raun yfirvofandi. Fyrir einhverjum árum boruðu vísindamenn í gegnum ísinn á Grænlandsjökli, gagngert til að safna upplýsingum um veðurfarslega þróun á einhverjum hundruðum þúsunda ára, jafnvel lengur. Man þetta ekki svo gjörla. Hins vegar man ég það að niðurstöðurnar voru á þá leið að þær hamfarir sem lýst er yfir í þessari skýrslu sem nú er komin fram, gerast með jöfnu millibili, svona nokkurn veginn. Einhver náttúrfarsleg ferli sem ég kann ekki að útskýra nánar. Veðurfræðingar og jarðfræðingar kunna það. 

Hins vegar má kannski með sanni segja að við séum að flýta þessu ferli, losun koltvísýrings og annarra slæmra gastegunda gerir ekkert gott og þegar kannski er komið að eðlilegri niðursveiflu, verða áhrifin skyndilegri og hraðari. Velti því fyrir mér hvort sannleikurinn sé svolítið teygður þegar verið sé að kenna okkar menningu algjörlega um þetta. Ég vil trúa því að okkar mengunarsamfélög eiga sinn þátt í því ástandi sem er að skapast, þ.e. flýtingu þessara aðstæðna og afleiðinga, en sé ekki raunverulegur orsakavaldur.  


mbl.is Hlýnun andrúmsloftsins mun gerbreyta jörðinni á 100 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband