Diet-Tyggjó

Enn heldur leitin áfram að "töfrapillunni", nú í formi tyggjós. Nú er það svo að ég reyki enn t.d. og hef prófað svokallað Nikótíntyggjó, en ekki gagnaðist það mér, aðallega vegna þess hvað það olli miklu bakflæði. Hins vegar veit ég að ég get hætt, aðeins ef ég ákveð það og framkvæmi það, en þetta er spurning um aga sem ég hef greinilega ekki tileinkað mér ennþá.

Þeir einstaklingar sem eiga við yfirvigt að etja sem er af líffræðilegum toga gætu trúlega notfært sér þetta tyggjó, ég er hins vegar ekki alveg jafnviss með þá sem eru of þungir sakir lífsstíls. Matarfíkn er til einnig og veit ekki svosem hvernig það færi. Nú er það svo að of margir sem hætta að reykja t.d. með aðstoð einhverra staðgengilsefna, byrja aftur. Ég hef grun um að það verði eins með þetta, ekki það að ég þekki þetta Diet-Tyggjó, heldur er ég að vísa í mannlega hegðun, sem ég er nokkuð vel heima í.

Þeir sem eiga í baráttu við aukakíló án þess að sannanlega sé um líffræðilegar ástæður að ræða, hafa yfirleitt ekki þann aga sem þarf til að breyta sínu daglega mynstri. Þetta á við um nánast allt sem viðkemur ofneyslu einhvers sem er okkur óeiginlegt. Þessir einstaklingar eru oftar en ekki orðnir þunglyndir og hafa sig ekki af stað til að gera það sem þarf, þ.e. breyting á mataræði og lífsvenjum, þ.m.t. hreyfing og hafa ákveðna reglu á hlutunum. Ég er ekki að sjá að tyggjó muni nýtast sem varanlegur kostur til að hrinda af stað lífsformbreytingu hjá fólki, nema þá í litlum mæli.

Örugglega kemur þetta til með að aðstoða einhverja, vonandi, en ég verð illilega svikinn ef þetta er einhver töfralausn á okkar áunna vanda.

Ég er í þeim hópi að hafa vanda hvað snertir hið gagnstæða. Ég léttist of mikið ef ég er ekki alltaf að úða í mig um tvöföldum skammti hitaeininga meðalmannsins á hverjum degi. Kannski koma þeir einhvern tímann með "Fitupillu" eða Mörtyggjó.......? 


mbl.is Vonir bundnar við tyggigúmmí í baráttunni við offituvandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband