Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Hver les yfir stafsetningarkunnáttu þeirra sem skrifa í blaðið?
15.1.2007 | 20:58
Kindur hafa aldrei verið Kyndur. Kindur láta fóstri, ekki hef ég séð neina kind látra neinu.
Í guðanna bænum höldum ritmálinu réttu og Íslensku.
Ær bar tvívegis á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Scarlett ó Scarlett
15.1.2007 | 20:54
Ég er ekki að sjá hana taka þessu hlutverki, get varla ímyndað mér að leikkona með einhverjar framavonir taki tilboði af þessum toga.
Scarlett Johansson er í mínum huga það mikil klassaleikkona að ég ætti ekki að missa neinn svefn yfir svona fréttum, hún hefði svosem kroppinn í það, en ég vona að heilabúið sé þroskaðra en svo.
Tekur Scarlett Johansson að sér hlutverk Jennu Jamesson? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Diet-Tyggjó
15.1.2007 | 20:43
Enn heldur leitin áfram að "töfrapillunni", nú í formi tyggjós. Nú er það svo að ég reyki enn t.d. og hef prófað svokallað Nikótíntyggjó, en ekki gagnaðist það mér, aðallega vegna þess hvað það olli miklu bakflæði. Hins vegar veit ég að ég get hætt, aðeins ef ég ákveð það og framkvæmi það, en þetta er spurning um aga sem ég hef greinilega ekki tileinkað mér ennþá.
Þeir einstaklingar sem eiga við yfirvigt að etja sem er af líffræðilegum toga gætu trúlega notfært sér þetta tyggjó, ég er hins vegar ekki alveg jafnviss með þá sem eru of þungir sakir lífsstíls. Matarfíkn er til einnig og veit ekki svosem hvernig það færi. Nú er það svo að of margir sem hætta að reykja t.d. með aðstoð einhverra staðgengilsefna, byrja aftur. Ég hef grun um að það verði eins með þetta, ekki það að ég þekki þetta Diet-Tyggjó, heldur er ég að vísa í mannlega hegðun, sem ég er nokkuð vel heima í.
Þeir sem eiga í baráttu við aukakíló án þess að sannanlega sé um líffræðilegar ástæður að ræða, hafa yfirleitt ekki þann aga sem þarf til að breyta sínu daglega mynstri. Þetta á við um nánast allt sem viðkemur ofneyslu einhvers sem er okkur óeiginlegt. Þessir einstaklingar eru oftar en ekki orðnir þunglyndir og hafa sig ekki af stað til að gera það sem þarf, þ.e. breyting á mataræði og lífsvenjum, þ.m.t. hreyfing og hafa ákveðna reglu á hlutunum. Ég er ekki að sjá að tyggjó muni nýtast sem varanlegur kostur til að hrinda af stað lífsformbreytingu hjá fólki, nema þá í litlum mæli.
Örugglega kemur þetta til með að aðstoða einhverja, vonandi, en ég verð illilega svikinn ef þetta er einhver töfralausn á okkar áunna vanda.
Ég er í þeim hópi að hafa vanda hvað snertir hið gagnstæða. Ég léttist of mikið ef ég er ekki alltaf að úða í mig um tvöföldum skammti hitaeininga meðalmannsins á hverjum degi. Kannski koma þeir einhvern tímann með "Fitupillu" eða Mörtyggjó.......?
Vonir bundnar við tyggigúmmí í baráttunni við offituvandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki
14.1.2007 | 23:16
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Tölvuöryggi
10.1.2007 | 20:13
Þarna kemur best í ljós hvað almenningur er grunlaus hvað öryggisstillingar í tölvum varðar. Þessi óheppni einstaklingur hefði auðveldlega getað komist hjá því að vera rukkaður á kreditkortið sitt, aðeins ef honum hefðu verið kenndar réttu öryggisstillingarnar.
Þeir sem þekkja stýrikerfi Windows geta á aðgengilegan máta komið í veg fyrir að Netvafrinn geymi viðkvæmar upplýsingar í rót sinni. Stundum hef ég haft það á tilfinningunni að Microsoft sé eitt af þessum svindlfyrirtækjum sem svífast einskis til að ná í peninga manns. Þeir sem nota Internet Explorer, eða IE 5 eða 6, jafnvel Betaútgáfu IE7, geta farið í Tools, - Internet Options, - og á General valmöguleikanum fara í Browsing History og velja Delete og velja Delete All. Þegar það er búið, velja þá Content og fyrir miðju á glugganum er valmöguleiki Auto Complete, - fara þar í Settings og afhaka allt sem er valmöguleiki á þeim stað. Svo þegar það er búið, far þá í Advanced og skrolla niður í Security og haka í reiti sem heita; Do not save Encrypted Pages to disk og Empty Temporary Internet Files folder when browser is closed. Með þessu móti er búið að koma í veg fyrir að Explorerinn geymi kortanúmer og password á heimabanka eða önnur viðkvæm vefsvæði.
Það er akkúrat í gegnum Explorerinn, Netvafrann, sem þrjótarnir komast í Saved Forms og Saved Passwords skrárnar og þá er eftirleikurinn auðveldur fyrir þá. Eins og ég segi, Microsoft er enn með þessi atriði í sínum vafra og alltaf jafnaðgengilegt fyrir þrjótana að komast yfir þessar upplýsingar, þessvegna hef ég oft haft það á tilfinningunni að Microsoft, aka Bill Gates, sé einn af þrjótunum, því þeir kjósa að hafa þetta inni í sínu stýrikerfi og eru ekki að segja frá því hvernig best sé að auka öryggi netnotenda hvað þessar árásir áhrærir.
Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vá
6.1.2007 | 14:17
Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfélagið er ekki netið
6.1.2007 | 14:00
Miðað við þessa grein, sem og margar aðrar af þessum toga, þá tel ég að verið sé að snúa eitthvað útúr staðreyndum. Ég er kominn á þann aldur að muna tímana tvenna og miðað við mína reynslu þá hefur grófleiki ofbeldisins aukist, hvort sem menn einblína á tölvuleiki eða sjónvarp sem orsakavald. Hitt er þó ofar í mínum huga að sú þjóðfélagsbreyting sem orðið hefur á síðastliðnum 30 árum sé hinn raunverulegi orsakavaldur.
Foreldrar almennt hafa af einhverjum ástæðum styttri tíma til að sinna börnum sínum og ala þau upp með góð manngildi að leiðarljósi. Allt þetta tilbúna nútímastress og annað vesen, þar sem allir verði nú að vera eitthvað, eiga þetta eða hitt og sleikja upp yfirboðara sína og leggja fljölskyldulífið að veði, hefur orðið til þess að börn verða útundan og ala sig sjálf upp að flestu leyti. Og þar sem fyrirmyndirnar vantar, þá verða ranghugmyndirnar allsráðandi og afraksturinn samkvæmt því.
Lítum okkur nær áður en við förum að skima eftir sökudólgunum, lausnin er nær en við flest höldum.
Netið ýtir undir hömluleysi og gróft ofbeldi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sönggæðin keypt
5.1.2007 | 07:43
Neitaði Alagna að borga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sagan endalausa
3.1.2007 | 22:21
Þetta ætlar að verða Vietnam x10 þarna í Írak fyrir Ameríkana. Skelfing geta greyin verið vitlaus. Allt út af olíunni, þar sem allir vita, þá eru Ameríkanar mesta neysluþjóð veraldarinnar, í magni og miðað við höfðatölu. Svo sér maður myndir frá Ammríkkunni þar sem öfgarnir eru hvað mestir, akfeitir letihaugar versus grindhoraðir ræflar, eini munurinn er trúlega vaxtarlagið.
Af einhverjum illskiljanlegum ástæðum er mér persónulega frekar illa við Ameríkuna og allt það sem þeir standa fyrir, þekki einungis nokkra Kana, þeir eru frekar misjafnir og kannski endurspeglar það blönduna þarna. Svo hef ég verið í netsamskiptum við allnokkra og er sama niðurstaða þar. Gott dæmi um öfgakenndar skoðanir einhvers hluta Ameríkana eru viðbrögð eins einstaklingsins sem ég var í sambandi við þarna ytra. Einhvern tímann bar á góma hann Keikó, blessuð sé minning hans, mér varð á að kalla hann heimskan fisk, og fyrir vikið var ég nánast réttdræpur. Ég spurði viðkomandi hvort hann vissi eitthvað um Háhyrninga (Orca) en fátt varð um svör. Þá uppfræddi ég viðkomandi töluvert um tegundina, t.d. það að þeir eru sennilega einna líkastir okkur mönnunum, t.d. að þeir veiða sér oft til skemmtunar, leika sér að bráðinni og standa oft í algjörlega tilgangslausum drápum.
Ég fór á útrýmingarlista fyrir leiðsögnina.
Já, kanarnir eru allduglegir við að skjóta sig í lappirnar, eða öllu heldur að skjóta undan sér lappirnar, vegna utanríkisstefnu þeirra eru þeir iðnir við að mála sig útí horn og kenna svo einhverjum öðrum um, finna sér alltaf einhverja ástæðu til að hefja þetta stríðið eða hitt. Allt í þágu einkaneyslu sinnar og heimsvaldastefnu. Verst er þó að vita það að almenningur í Ammríkkunni veit ekkert um heimsmálin og láta mata sig á vitleysunni í gegnum sjónvarp og bíómyndir.
Alltaf er það jafnfyndið í hvert skipti þegar þeir eru að halda World Championship í einhverri íþróttagrein, þá helst Ameríska boltanum. Þeirra veruleiki er sá að The World eru Bandaríkin einungis, restin af heimsbyggðinni er ekki tekin með. Alltaf jafn fyndið. They're only a bunch of narrow minded rednecks, totally unaware of the rest of the planet.
Skotar versus Þjóðverjar
2.1.2007 | 20:01
Seinheppinn elskhugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |