Tölvuöryggi

Þarna kemur best í ljós hvað almenningur er grunlaus hvað öryggisstillingar í tölvum varðar. Þessi óheppni einstaklingur hefði auðveldlega getað komist hjá því að vera rukkaður á kreditkortið sitt, aðeins ef honum hefðu verið kenndar réttu öryggisstillingarnar.

Þeir sem þekkja stýrikerfi Windows geta á aðgengilegan máta komið í veg fyrir að Netvafrinn geymi viðkvæmar upplýsingar í rót sinni. Stundum hef ég haft það á tilfinningunni að Microsoft sé eitt af þessum svindlfyrirtækjum sem svífast einskis til að ná í peninga manns. Þeir sem nota Internet Explorer, eða IE 5 eða 6, jafnvel Betaútgáfu IE7, geta farið í Tools, - Internet Options, - og á General valmöguleikanum fara í Browsing History og velja Delete og velja Delete All. Þegar það er búið, velja þá Content og fyrir miðju á glugganum er valmöguleiki Auto Complete, - fara þar í Settings og afhaka allt sem er valmöguleiki á þeim stað. Svo þegar það er búið, far þá í Advanced og skrolla niður í Security og haka í reiti sem heita; Do not save Encrypted Pages to disk og Empty Temporary Internet Files folder when browser is closed. Með þessu móti er búið að koma í veg fyrir að Explorerinn geymi kortanúmer og password á heimabanka eða önnur viðkvæm vefsvæði. 

Það er akkúrat í gegnum Explorerinn, Netvafrann, sem þrjótarnir komast í Saved Forms og Saved Passwords skrárnar og þá er eftirleikurinn auðveldur fyrir þá. Eins og ég segi, Microsoft er enn með þessi atriði í sínum vafra og alltaf jafnaðgengilegt fyrir þrjótana að komast yfir þessar upplýsingar, þessvegna hef ég oft haft það á tilfinningunni að Microsoft, aka Bill Gates, sé einn af þrjótunum, því þeir kjósa að hafa þetta inni í sínu stýrikerfi og eru ekki að segja frá því hvernig best sé að auka öryggi netnotenda hvað þessar árásir áhrærir.


mbl.is Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband