Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Pappírsbrjálæði
30.4.2007 | 23:01
Ég man þá tíð þegar með tilkomu almennrar tölvuvæðingar landsmanna, þá var sú umræða uppi að þá loks yrði hægt að tala um umtalsverða minni notkun á pappír, þ.m.t. í formi aulýsingapésa á heimilunum, þar sem fólk fengi slíka viðbót á netinu t.d. Önnur hefur raunin orðið og núna eru landmenn hreinlega að drekkja sér í pappírsflóðinu. Ég er hreinlega ekki að sjá að allur sá kostnaður og meðfylgjandi pappírsnotkun sem er varðandi auglýsingar, sé að skila sér í réttu hlutfalli við umfangið. Á mínu heimili fer allur auglýsingapappír beint í ruslið, ólesinn, þar sem maður hefur fengið gjörsamlega nóg af áreitinu sem er í sjónvarpi, blöðum og á netinu, vefmiðlum íslenskum t.d. Og meira að segja, fer Fréttablaðið stundum beint í ruslið, Blaðið fer þangað alltaf beint. Hins vegar flokka ég þetta, og hef svo fyrir því að henda þessu í þartilgerða gáma. Stundum hef ég verið að spá í því að rukka blaðaútgáfurnar fyrir þessa skilavinnu fyrir þá, þetta er jú töluverð vinna þegar maður spáir í það, og aksturskostnaður einnig.
Svona lítur þetta út fyrir mér: Ég eyði ca. 5 mínútum á dag í að flokka pappírinn, samatals 30,41 klst. ári, sem miðað við útseldan tíma hjá mér gerir 141.345 kr. árslega. Og næsta móttökustöð er í 600 metra fjarlægð, þannig að einu sinni í viku ek ég 1.200 metra til að skila þessum pappír, sem er 62,4 km á ári. Miðað við meðaleyðslu bílsins þá fara hjá mér rúmir 6 lítrar af eldsneyti í þetta ævintýri.
Svolítið paranojulegt dæmi, en raunsætt og ef við margföldum þessa formúlu með þeim fjölda sem gerir svipað og ég, ja þá erum við að tala um allnokkra losun gróðurhússlofttegunda, og tímaeyðslu sem væri betur nýtt í eitthvað annað, eða kannski ekki :)
Hægt að þekja vegakerfi Íslands fimm sinnum með dagblöðum og auglýsingapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hert viðurlög
26.4.2007 | 10:16
Loksins kemur að því að eitthvað jákvætt sést í breytingum á umferðarlögum. Og ég styð þessar breytingar heilshugar. Nú verða örugglega einhverjir til að gagnrýna þessar breytingar og viðbætur, en skilaboð mín til þeirra sömu eru, drullumst öll til að fara að virða lög og fara eftir þeim, þá verður ekkert af þessum hertu viðurlögum beitt, né öðrum eldri.
Ég þekki allamarga sem hafa löggjafann á hornum sér, en ástæðan er einföld, þeir hafa allir lent uppá kant við lögin og telja sig réttu megin, sem er þó hinn mesti misskilningur. Við könnumst líka við alla þá umræðu sem sprottið hefur upp þegar kemur að samskiptum lögreglu við almúgann af og til. Ég skil fullkomlega að lögreglan er mannleg og í samskiptum við sauðdrukkið fólk eða í öðru annarlegu ástandi, sem hvorki skilur lögin, né vill fara eftir þeim, þá myndi ég fara alveg eins að.
Tökum okkur saman í andlitunum og leggjum samfélaginu lið með því að andskotast til að fara að virða lögin og fara eftir þeim. Þá munu hlutirnir fara að skána. Losum okkur við þessa hvimleiðu Anarkista tilhneigingar okkar, opnum augun meira en sem nemur okkar heilaga skríni og sjáum heildarpakkann. Við erum ekki ein þarna úti þótt meirihluti ökumanna haldi annað.
Viðurlög við umferðarlagabrotum hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úpps
24.4.2007 | 23:01
Var matseðillinn svona svaðalegur eða fékk garmurinn ekki steikina rétt matreidda? Við munum sjálfsagt aldrei komast að því. Kannski hefur kærastan verið að dömpa honum og hann sennilega ekki alveg sáttur við þá ákvörðun?
En hvað varðar okkur um það þótt einhver sækóinn skeri af sé lillann? Væri vefplássi ekki betur varið í að rita eitthvað meira uppbyggjandi en svona skrum, svo ég tali nú ekki um allt annað frekar neikvætt og niðurdrepandi.
Ég bara spyr.
Maður skar af sér liminn á veitingastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hroðvirkir Kanar
24.4.2007 | 21:53
Fangi í Guantánamo-búðunum ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Golf, af öllum bílum?
17.4.2007 | 20:52
Enginn vildi greiða uppsett verð fyrir páfabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nauðug eður ei
17.4.2007 | 20:41
Alveg merkilegt hjá fólki þegar fjara tekur undan frægðarsólinni, þá bregst það við með þessum hætti til þess eins að viðhalda athyglinni. Það er í það minnsta minn skilningur á þessu. Fyrst hún hefur gert þetta nauðug, þá gefur það mér ástæðu til að ætla að ferill hennar í klámbransanum hafi ekki verið uppá marga fiska. Í það minnsta gengu þær sögur fjöllunum hærra þegar frægðarsólin skein sem hæst að hún hafi í raun "leikið" í nokkrum slíkum á sínum sokkabandsárum.
Æjá, ekki vildi ég vera í hennar sporum, allur þessi öruggi samningur og glás af peningum og öll nauðsynleg athygli sem jú er hornsteinn alls þessa Holly brölts. Nei, segi ég, ekki vildi ég skipta við þetta lið um kjörin.....eða hvað?
Maður upplifir svona fréttir sem hortugheit og fyrirlitningu gangvart hinum sauðsvörtu skrípum, sem ég tilheyri sjálfsagt.
Gillian Anderson segist hafa neyðst til að leika í X-Files | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vanræksla
16.4.2007 | 21:31
Óttast að Angelina vanræki dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Offitugenið
13.4.2007 | 23:40
Þetta er vissulega ljós í myrkri fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda í sinni baráttu, sem getur verið afar erfið. Hins vegar er að öllum líkindum langur vegur í það að eitthvað markvert gerist, þá með hliðsjón af þeim aðferðum sem verður beitt. Nú er í flestum ríkjum heims bannað að fikta við erfðavísa mannsins, allavega í þeim skilningi að prófa sig áfram með hlutina í fólki.
En ég er hlynntur öllum svona rannsóknum, því á einhverjum tímapunkti verður eitthvað af þessu að veruleika, t.d. með stofnfrumurannsóknir og öll þau úrræði sem skapast með ræktun líffæra og svoleiðisnokk. Við verðum einfaldlega að fara að horfa framá við og sjá hlutina í réttu ljósi.
Offitugen fundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skemmdarvargöld
13.4.2007 | 19:47
Þetta eru hvorki nýjar né gamlar fréttir, heldur hafa svona mál verið að aukast ef eitthvað er. Þarna endurspeglast sú vanvirðing sem er gjörsýrð í samfélaginu og sú neikvæða hegðun hefur farið versnandi undanfarin misseri. Jafnvel allsgáðir einstaklingar eru að missa sig yfir smámunum og hafa svo ekki manndóm í sér að viðurkenna sín mistök og biðjast afsökunar, sem er jú lágmarkskrafa.
Eins er með hina svívirðilegu vanvirðingu gagnvart lögum og sú ótrúlega tilhneiging að hundsa boð og bönn, og telja sig komast upp með það. Til sönnunar því vil ég nefna það þegar fólk var að missa sig við löggjafann þegar banaslysið varð á vesturlandsvegi, skipti engu þótt reynt væri að útskýra fyrir viðkomandi hvað væri í gangi. Sem betur fer báðust þó flestir afsökunar á óviðurkvæmilegri hegðun sinni, en þó ekki allir, sem segir manni ákveðna sögu.
Sú hegðun sem fréttin vísar til er ein af ástæðum þess að fulltrúar löggjafans hafa afar litla þolinmæði oft á stundum og eiga það til að missa sig líka, en höfum það þó hugfast að þeir eiga náttúrulega ekki að gera það, en lái þeim hver sem vill. Ég get fyllilega skilið þá tilfinningu að sjá það að baráttan við allskonar óþjóðalýð er tilgangslaus og eina virka aðferðin er að beita hörku, því þá fyrst skilja rugludallarnir eitthvað.
Linkindin sem almenningur vill að beitt sé hefur orðið til þess að þeir sem hafa svo brenglað veruleikaskyn að skemma viljandi eigur annarra, og jafnvel taka líf annarra, gera þetta hiklaust vegna þess að þeir vita það að ekkert verður aðhafst hvort eð er. Í versta falli settir í gæsluvarðhald og sleppt svo að yfirheysrlum loknum. Og uppskera svo fáránlega dóma fyrir athæfið.
Skömm að þessu.
Skemmdu tæplega 30 bifreiðar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jahjerna
11.4.2007 | 22:16
Var að skoða mig um í blogheimum og mundi þá eftir þessari síðu minni og ákvað að kíkja aðeins á þetta dæmi aftur, sennilega bara fyrir kurteisissakir. Og ekki er að sökum að spyrja, ég sá það að einhver hafði skráð athugasemd við eina blogfærsluna mína, svona frekar í drullustílnum eins og afar mörgum er tamt. Get ekki alveg sett fingurinn á þessa áráttu fjölmargra að vera með svona skítlegar athugasemdir. Gagnrýni er eitt, siðlaust skítkast annað.
Hins vegar snertir þetta mig ekkert, þar sem þeir sem hafa svonalagað frammi eru yfirleitt óskráðir (Ómerkir einstaklingar). Dreg í efa að fólk með snefil af sjálfsvirðingu fari að rita svoleiðis komment eins og viðkomandi. Þó eru nokkrir hérna, sem og á öllum vefsvæðum, sem eru innskráðir undir dulnefnum og gera engin skil á sjálfum sér, sem sagt ábyrgðarlausir einstaklingar, og þar með ómarktækir í beinu framhaldi.
Nú um þessar mundir er ég eingöngu að tjá hugrenningar mínar á minnsirkus.is, hvar fólk er í flestum tilvikum kurteist og nokkurnveginn siðprútt, þó ekki allir, það er fjandakornið ekki hægt að ætlast til þess að allir séu jafn fullkomnir og ég. Svo hef ég fjárfest í allviðamiklu myndaplássi á hinni alíslensku vefsíðu http://www.123.is Þar er gott að vera get ég sagt ykkur, kominn með 2 Gb af plássi og allir hamingjusamir. Hef verið þar inni í rúm tvö ár. Og ekki spillir að þar eru allir, ég endurtek, allir kurteisir og siðprúðir. Það er nefnilega staðreynd að með því að selja aðgang að vefsvæðum, þá veljast þangað inn einstaklingar sem hafa eitthvað vit í kollinum og eru ekki að offra sjálfsvirðingunni í einhvern tittlingaskít.
Nóg af rausi, nýliðnir páskar voru um margt ánægjulegir fyrir mig og mína nánustu. Þegar mest var á heimilinu, voru alls 4 ættliðir samankomnir og mikið gaman. Þótt ég sé ekki mannblendinn persónuleiki í grunninn, þá hef ég gaman að því þegar fjölskyldan nær saman og hefur gaman af. Þessa áráttu hef ég erft frá móðurfjölskyldunni og hittast allamargir í þeirri kvísl allavega einu sinni á ári og trallar og tjúttar mikið. Tilgangurinn er eðlilega sá að treysta böndin og leyfa börnunum að kynnast sínum nánustu, til þess að ættartengslin haldist jafn góð og hægt er hverju sinni.
Lifið heil