Hert viðurlög

Loksins kemur að því að eitthvað jákvætt sést í breytingum á umferðarlögum. Og ég styð þessar breytingar heilshugar. Nú verða örugglega einhverjir til að gagnrýna þessar breytingar og viðbætur, en skilaboð mín til þeirra sömu eru, drullumst öll til að fara að virða lög og fara eftir þeim, þá verður ekkert af þessum hertu viðurlögum beitt, né öðrum eldri.

Ég þekki allamarga sem hafa löggjafann á hornum sér, en ástæðan er einföld, þeir hafa allir lent uppá kant við lögin og telja sig réttu megin, sem er þó hinn mesti misskilningur. Við könnumst líka við alla þá umræðu sem sprottið hefur upp þegar kemur að samskiptum lögreglu við almúgann af og til. Ég skil fullkomlega að lögreglan er mannleg og í samskiptum við sauðdrukkið fólk eða í öðru annarlegu ástandi, sem hvorki skilur lögin, né vill fara eftir þeim, þá myndi ég fara alveg eins að.

Tökum okkur saman í andlitunum og leggjum samfélaginu lið með því að andskotast til að fara að virða lögin og fara eftir þeim. Þá munu hlutirnir fara að skána. Losum okkur við þessa hvimleiðu Anarkista tilhneigingar okkar, opnum augun meira en sem nemur okkar heilaga skríni og sjáum heildarpakkann. Við erum ekki ein þarna úti þótt meirihluti ökumanna haldi annað.


mbl.is Viðurlög við umferðarlagabrotum hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú allt svo sem vel meint og gott út af fyrir sig, en skilar því miður engum árangri. Menn geta sett ný lög og reglugerðir þar til þeir verða bláir í framan en á meðan þetta er aðeins prentsverta í skruddum skilar þar engum árangri.

Á meðan við ekki fáum virkt umferðaröryggiseftirlit með því að lögreglan verði sýnilegri í umferðinni fer ekki nokkur maður eftir þessari prentsvertu og allir aka eins og þeim sýnist, þó þannig að ég geri ráð fyrir  að menn reyni að forðast árekstra.

Umferðin hér á landi er ekkert nema einn kappakstur frá upphafi til enda. Menn keppast við að komast á milli staða á sem skemmstum tíma og nota til þess öll brögð á sama tíma og þeir reyna að hindra að aðrir komist framúr. Þetta er umferðarmenning sem ég hef aldrei getað skilið, en kannski er þetta eðlileg menning þegar skipulagsyfirvöld keppast við að hindra að hægt sé að komast frá A til B á sem skemmstum tíma t.d. með því að setja milljón hringtorg um allt, hraðahindranir og hafa óhindraðann aðgang allra að vegum í stað þess að hindra menn í að komast að vegunum nema á sérstökum afmörkuðum stöðum þar sem sérstaklega er hugað að öryggi þeirra sem þurfa að koma t.d. gangandi vegfarendur til að fara yfir þá.

Ég að fara a.m.k. tvisvar á dag um Vesturlandsveginn milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og umferðin þar er agaleg. Umferðarhraði í Ártúnsbrekkunni er milli 90 og 100 (hámarkshraði er 80), hann lækkað síðan aðeins eftir að komið er upp fyrir Gravarholtið. Þó eru alltaf einhverjir sem þurfa að fara hraðar en þetta og jafnvel upp fyrir hundraðið. Til að gera þetta enn skemmtilegra eru síðan þó nokkrir sem ekki einu sinni ná upp í 80 sem endilega þurfa að keyra á vinstri akgrein, þó svo að þeir séu ekki að fara að beigja til vinstri, en eins og menn vita þá á hægfara umferð að vera á hægri akgrein. Ekki er óalgent að sjá menn stunda mikinn svigakstur til að komast sem hraðast áfram á milli hringtorga. Til að toppa þetta þá hef ég frá áramótum ekki séð lögregluna á þessum kafla vegarins nema kannski tvisvar, og þá voru þeir ekki við umferðareftirlit heldur bara að aka á mili.

 Þess vegna segi ég það að þessar breytingar skila engum árangri og menn hefðu alveg eins getað sett í þessi lög að fjöllin eigi að vera blá og blámennirnir svartir, ef þeir hafa síðan engar áætlanir um að fylgja þessu eftir, en því miður verður maður sorglega oft var við að þessi eftirfylgni er akkúrat engin.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Skil þitt sjónarmið Sigurður, en þetta er nefnilega mergurinn málsins. Nú á dögunum kom upp sú umræða að fjölga allverulega í lögreglunni og stofna svokallað varalið lögreglu til að hafa til taks við sérstök tilefni. Eins og þú kannski manst, þá urðu menn all argir við þessar hugmyndir og hrópuðu "Lögregluríki-Lögregluríki" Ég er þér hjartanlega sammála að eftirlit og eftirfylgni er mikið ábótavant hjá löggjafanum, en það kemur til af fjársvelti sem leiðir til manneklu. Þó er eitt lögregluumdæmi sem sker sig úr þegar kemur að eftirliti með hraða og það er umdæmi Blönduósslögreglunnar. En menn eru afar ósáttir við það einmitt vegna þess að þeir geta ekki haldið sínum lögbrotum óáreittir þarna í gegn. Þessvegna eru það skilaboð mín til samborgaranna enn og aftur, aulumst til að fara að lögum og þá munu hlutirnir breytast, öðruvísi gerist það bara ekki. 

Sigurpáll Björnsson, 29.4.2007 kl. 21:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband