Perrar og fleira slæmt fólk

Þeir dúkka alltaf reglulega upp perrarnir, nóg er til af þeim virðist vera. Nú nýverið komst í umferð fjöldapóstur þar sem verið er að vara við einum slíkum. Og alltaf er þetta jafn ógeðfellt, hverju sinni. Þessi umræða vekur mig ætíð til umhugsunar um eftirlit á heimilum, sem oft er ábótavant. Í þessu tilfelli var það árvökul móðir sem kom auga á þetta og geri ég ráð fyrir að móðir sú sé að fylgjast með netnotkun heimafyrir af gefinni ástæðu, þ.e. að eitthvað hafi jafnvel komið fyrir áður sem undirstriki ástæðu þess að hafa virkt eftirlit.

Það er nefnilega staðreynd að sé það leyft á heimilum að vera með sítengingu inni á herbergjum, þá er afar erfitt að viðhafa virkt eftirlit svo einhverju nemi. Ég veit leiðinlega mörg tilfelli þess að börn og unglingar með nettenginu inni á sínum herbergjum, verða ánetjuð og eiga jafnvel erfitt með að losna úr þeim viðjum. Eina velvirka leiðin til að koma í veg fyrir eða í það minnsta lágmarka hættuna á netfíkn, er að hafa einungis eina nettengda tölvu á heimilinu og það í opnu rými sem auðveldar allt eftirlit og stjórn á því hversu mikil viðvera er á netinu.

Ég hef einu sinni komið fram opinberlega í sjónvarpsspjall vegna áreitis á netinu sem börn hafa orðið og verða því miður of oft fyrir. Var það gert með það fyrir augum að opna umræður um þessi efni og brjóta ísinn með frekari umræður opinberlega. Eitthvað var um að foreldrar tjáðu sig um málið, en betur má ef duga skal og verður sjálfsagt aldrei of oft hamrað á þessum öryggisatriðum í netnotkun barna og unglinga. Þetta er eitt af mínum hjartans málum og mun ég fara í það að koma mér á framfæri enn frekar með þessi atriði.

Setjum öryggið ofar öllu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband