Færsluflokkur: Bloggar
Umferðarómenning
28.12.2006 | 07:47
Ætíð er ég ek um götur borgarinnar, get ég ekki annað en dáðst að forheimsku samborgaranna þegar kemur að virðingu gagnvart umferðarlögunum okkar. Fólk virðist halda að umferðaljósin á gatnamótunum séu sem hver önnur jólaskreyting, í það minnsta bara einhver ljós á staur sem engu máli skipti. Nú heyrir það til undantekninga ef enginn fer yfir á rauðu ljósi. Og svo má nefna að fyrir einhverja óskiljanlega krafta eru uppi þær ranghugmyndir að vinstri akreinin sé fyrir hraðakstur, get með engu móti skilið hvernig fólk fær slíkar hugmyndir. Nú er það svo að það gilda hámarkshraðamörk á öllum götum og þegar fólk, þá sjaldan, ekur á löglegum hraða, þá get ég ekki séð tilganginn í því að vera með slíkan böðulgang að krefjast þess að einhver víki, einungis til þess að geta brotið lög. Mér finnst fáránlegt að fólk telji það að vinstri akreinin hafi þá yfirburði að hafa ótakmörkuð hraðamörk. Nú erum við að tala um akreinar í þéttbýli og eru þar af leiðandi jafnréttháar gangnvart hraðamörkum og sérstaklega þegar að og fráreinar eru beggja vegna, þá get ég með engu móti séð það að einhver ein akrein sé réthærri en einhver önnur. Ég get skilið það þegar einhver ekur langt undir hámarkshraða vinstra megin, séu einhverjir sem vilji geta, ef aðstæður leyfa, ekið á hámarkshraða vinstra megin til að koma sér og öðrum fljótar á milli staða, séu nægar ástæður til. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að taka landsmenn í endurhæfingu í umferðarlögum, því þetta er að verða hættulegt, ég gæti skrifað þúsund síðna bók um það sem ég hef séð í umferðinni og það aðeins á nokkrum árum.
Tökum okkur til í andlitinu og förum að virða umferðarlögin og bera tillit til náungans, því allt það er við gerum öðrum, munu þeir og gera okkur sjálfum.
Perrar og fleira slæmt fólk
27.12.2006 | 21:47
Það er nefnilega staðreynd að sé það leyft á heimilum að vera með sítengingu inni á herbergjum, þá er afar erfitt að viðhafa virkt eftirlit svo einhverju nemi. Ég veit leiðinlega mörg tilfelli þess að börn og unglingar með nettenginu inni á sínum herbergjum, verða ánetjuð og eiga jafnvel erfitt með að losna úr þeim viðjum. Eina velvirka leiðin til að koma í veg fyrir eða í það minnsta lágmarka hættuna á netfíkn, er að hafa einungis eina nettengda tölvu á heimilinu og það í opnu rými sem auðveldar allt eftirlit og stjórn á því hversu mikil viðvera er á netinu.
Ég hef einu sinni komið fram opinberlega í sjónvarpsspjall vegna áreitis á netinu sem börn hafa orðið og verða því miður of oft fyrir. Var það gert með það fyrir augum að opna umræður um þessi efni og brjóta ísinn með frekari umræður opinberlega. Eitthvað var um að foreldrar tjáðu sig um málið, en betur má ef duga skal og verður sjálfsagt aldrei of oft hamrað á þessum öryggisatriðum í netnotkun barna og unglinga. Þetta er eitt af mínum hjartans málum og mun ég fara í það að koma mér á framfæri enn frekar með þessi atriði.
Setjum öryggið ofar öllu.
Jólahugleiðing 2006
27.12.2006 | 21:39
Mér er stundum sorg í huga þegar mér verður hugsað til þeirra sem minna mega sín, geta ekki kringumstæðna sinna notið hátíðanna. Öll sú angist sem gagntekur þá sem hafa ekki ráð á að taka þátt í brjálæðinu á sama hátt og þeir sem eru ómeðvitað að ýta undir misskiptinguna.
Maður spyr sig, hvaða tilgangur er í því að gefa dýrar gjafir? Stórar gjafir? Þetta gerir fólk ruglað í ríminu og er alls engan veginn tilfallið til að sýna hinn eiginlega hug og boðskap þessarar hátíðar. Fyrir mér er hugtakið Jólagjafir einungis táknrænt, það er ekki spurningin um upphæðina eða flottheitin, heldur er það hugurinn sem liggur að baki hverri gjöf og tilgangnum með því að gefa. Við getum verið að tala um eitthvað heimatilbúið, það eru þær gjafir sem sýna hinn rétta hug, eitthvað sem kemur frá hjartanu, manneskjan hefur lagt sitt af mörkum til að búa eitthvað til með sínum höndum og hug. Bestu gjafirnar gætu þessvegna verið teiknuð mynd, litað af barnshug, hreinleikinn og algjörlega laust við fals og spillingu fullorðins lífsgæðatilbúnings.
Ef við aðeins gætum tekið okkur tíma til að íhuga þenna tilgang sem jólahátíðin stendur fyrir, stoppa aðeins og segja sem svo; Hvað er ég að gera rangt, hvað get ég gert til að bæta samskipti mín við umhverfið, hvernig get ég látið sjálfum mér og samferðafólki mínu líða betur? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá gerist ekkert nema við sjálf tökum af skarið og breytum því sem við getum breytt, öðlumst skynsemi til að sjá muninn á því sem við gerum dagsdaglega, jafnt neikvæðu sem jákvæðu og innri styrk til að sætta okkur við þær aðstæður sem við fáum ekki breytt. Og gera svo eitthvað í málunum, ekkert breytist ef við sjálf aðhöfumst ekki neitt.
Höfum þetta jólahugleiðinguna í ár, skoðum okkur sjálf, hættum að skella skuldinni á aðra, þegar orsökin er kannski nær okkur en við grunar.
Hafið hamingjusama hátíð og hagsæld á nýju ári.
Lifið heil.