Umferðarómenning

Ætíð er ég ek um götur borgarinnar, get ég ekki annað en dáðst að forheimsku samborgaranna þegar kemur að virðingu gagnvart umferðarlögunum okkar. Fólk virðist halda að umferðaljósin á gatnamótunum séu sem hver önnur jólaskreyting, í það minnsta bara einhver ljós á staur sem engu máli skipti. Nú heyrir það til undantekninga ef enginn fer yfir á rauðu ljósi. Og svo má nefna að fyrir einhverja óskiljanlega krafta eru uppi þær ranghugmyndir að vinstri akreinin sé fyrir hraðakstur, get með engu móti skilið hvernig fólk fær slíkar hugmyndir. Nú er það svo að það gilda hámarkshraðamörk á öllum götum og þegar fólk, þá sjaldan, ekur á löglegum hraða, þá get ég ekki séð tilganginn í því að vera með slíkan böðulgang að krefjast þess að einhver víki, einungis til þess að geta brotið lög. Mér finnst fáránlegt að fólk telji það að vinstri akreinin hafi þá yfirburði að hafa ótakmörkuð hraðamörk. Nú erum við að tala um akreinar í þéttbýli og eru þar af leiðandi jafnréttháar gangnvart hraðamörkum og sérstaklega þegar að og fráreinar eru beggja vegna, þá get ég með engu móti séð það að einhver ein akrein sé réthærri en einhver önnur. Ég get skilið það þegar einhver ekur langt undir hámarkshraða vinstra megin, séu einhverjir sem vilji geta, ef aðstæður leyfa, ekið á hámarkshraða vinstra megin til að koma sér og öðrum fljótar á milli staða, séu nægar ástæður til. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að taka landsmenn í endurhæfingu í umferðarlögum, því þetta er að verða hættulegt, ég gæti skrifað þúsund síðna bók um það sem ég hef séð í umferðinni og það aðeins á nokkrum árum.

Tökum okkur til í andlitinu og förum að virða umferðarlögin og bera tillit til náungans, því allt það er við gerum öðrum, munu þeir og gera okkur sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband