Mjög hlynntur áformum sem þessum

Það er nú þannig að framtíðin liggur öll á netinu, eða öllu heldur þeim framtíðarmöguleikum sem öll stafræn tækni hefur uppá að bjóða. Sjálfur þekki ég töluvert til á þessum sviðum, hef starfað í hliðstæðum geirum mörg undafarin ár og kem til með að gera áfram. Með skynsamlegri nýtingu okkar orkuauðlinda höfum við oddastöðu hvað þessi mál varðar, það sýnir sú ásókn álfyrirtækja hingað upp. Að sama skapi er það svo með þessi netþjónabú að þeirra tilvist stendur og fellur með orkukaupum á hagstæðu verði, og þar sem hver kílóvattstund er ódýrari hér með okkar aðferðum, er ekkert nema sjálfsagt fyrir viðlíkan rekstur að skoða aðstæður hér.

Ég er hlynntari netþjónabúum en álverum. 


mbl.is Væntanleg netþjónabú þurfa álíka raforku og 250 þúsund tonna álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband