Algjör snilld
4.9.2007 | 20:45
Alltaf gott og gaman þegar snúið er uppá þessi ca. 2000 ára gömlu hindurvitni. Þótt ég sé á engan hátt með húmorinn hans Jóns Gnarr, þá skil ég hintið. Hló meir að segja upphátt yfir þessum auglýsingum. Alltaf gaman líka að upplifa hræsnina í landanum þegar svonalagað ber fyrir augu. Þá verður landinn fyrst vitlaus. Nei, það má hálfdrepa börn og unglinga, öllum finnst ekkert athugavert við stjórnleysið í daglegu lífi, enginn stjórnmálamaður er látinn bera ábyrgð á sínum gjörðum, sem og almennir borgarar þegar kemur að almennum lögum. Það virðist vera bara hið fínasta mál, en þegar grínistar snúa uppá þessi löngu úreltu hindurvitni, þá er eitthvað að?
Hmm......!!!!!?????
Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |