Pappírsbrjálæði
30.4.2007 | 23:01
Ég man þá tíð þegar með tilkomu almennrar tölvuvæðingar landsmanna, þá var sú umræða uppi að þá loks yrði hægt að tala um umtalsverða minni notkun á pappír, þ.m.t. í formi aulýsingapésa á heimilunum, þar sem fólk fengi slíka viðbót á netinu t.d. Önnur hefur raunin orðið og núna eru landmenn hreinlega að drekkja sér í pappírsflóðinu. Ég er hreinlega ekki að sjá að allur sá kostnaður og meðfylgjandi pappírsnotkun sem er varðandi auglýsingar, sé að skila sér í réttu hlutfalli við umfangið. Á mínu heimili fer allur auglýsingapappír beint í ruslið, ólesinn, þar sem maður hefur fengið gjörsamlega nóg af áreitinu sem er í sjónvarpi, blöðum og á netinu, vefmiðlum íslenskum t.d. Og meira að segja, fer Fréttablaðið stundum beint í ruslið, Blaðið fer þangað alltaf beint. Hins vegar flokka ég þetta, og hef svo fyrir því að henda þessu í þartilgerða gáma. Stundum hef ég verið að spá í því að rukka blaðaútgáfurnar fyrir þessa skilavinnu fyrir þá, þetta er jú töluverð vinna þegar maður spáir í það, og aksturskostnaður einnig.
Svona lítur þetta út fyrir mér: Ég eyði ca. 5 mínútum á dag í að flokka pappírinn, samatals 30,41 klst. ári, sem miðað við útseldan tíma hjá mér gerir 141.345 kr. árslega. Og næsta móttökustöð er í 600 metra fjarlægð, þannig að einu sinni í viku ek ég 1.200 metra til að skila þessum pappír, sem er 62,4 km á ári. Miðað við meðaleyðslu bílsins þá fara hjá mér rúmir 6 lítrar af eldsneyti í þetta ævintýri.
Svolítið paranojulegt dæmi, en raunsætt og ef við margföldum þessa formúlu með þeim fjölda sem gerir svipað og ég, ja þá erum við að tala um allnokkra losun gróðurhússlofttegunda, og tímaeyðslu sem væri betur nýtt í eitthvað annað, eða kannski ekki :)
Hægt að þekja vegakerfi Íslands fimm sinnum með dagblöðum og auglýsingapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er bara þvílíkt pappírsbrjálaði sóun á trjám
Óli Þór Ásgeirsson, 30.4.2007 kl. 23:06
Já, það er undarlegt að fólkið í þessu hreina landi skuli vera svona ómeðvitað um mengun. Í öllum öðrum siviliseruðum löndum er umhverfisvakning, og þar er verið að berjast á móti eyðingu skóga. Ef Ísland gengi í Evrópuráðið, mundi óhemju fjöldi af fólki og fyrirtækjum fá stórsektir og jafnvel fangelsisdóm fyrir að hella olíu, terpentínu og öðrum mengandi efnum í niðurföll út um alla borg!!!
Halló...hvað er fólk að hugsa? Ég veit að þetta er enn gert hér á allt of mörgum stöðum, og þetta er glæpsamlegt!!! Ég hef verið í námi í vetur og einn kennarinn okkar sagði okkur að Íslendingar væru 2-300 árum á eftir tímanum hvað varðar umhverfisvernd. Hvað er Umhverfisverndarráð að gera hér????
Við erum fremst með að kaupa okkur alla tækni og státum okkur af velmegun, en erum á sama tíma enn að menga sjóinn og landið og stuðla að niðurskurði trjáa út um allann heim með yfirgengilegu hugsunarleysi. Ef við þyrftum að búa til pappír úr Íslenskum trjám, hvað værum við þá lengi að eyða skógunum hér í ruslapóst? Ég nenni ekki að reikna þá örfáu daga út....
Apro po Fréttablaðið. Mér finnst það eina lesanlega dagblaðið sem í boði er, og,,, það er ókeypis. Ég þakka fyrir að fyrirtækin á landinu skuli GEFA okkur fréttirnar með auglýsingum sínum í Fréttablaðinu, en öll hin blöðin og allur ruslapósturinn eru gnægð sem mætti sleppa okkur við. Morgunnblaðið var alltaf mitt uppáhaldsblað, en það hefur því miður breyst í ódýrt útlítandi leikarablað á mjög stuttum tíma, og er orðið svo fullt af réttritunarvillum að ég mundi aldrei borga krónu fyrir það.
ragnhildur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 10:16