Skemmdarvargöld

Þetta eru hvorki nýjar né gamlar fréttir, heldur hafa svona mál verið að aukast ef eitthvað er. Þarna endurspeglast sú vanvirðing sem er gjörsýrð í samfélaginu og sú neikvæða hegðun hefur farið versnandi undanfarin misseri. Jafnvel allsgáðir einstaklingar eru að missa sig yfir smámunum og hafa svo ekki manndóm í sér að viðurkenna sín mistök og biðjast afsökunar, sem er jú lágmarkskrafa. 

Eins er með hina svívirðilegu vanvirðingu gagnvart lögum og sú ótrúlega tilhneiging að hundsa boð og bönn, og telja sig komast upp með það. Til sönnunar því vil ég nefna það þegar fólk var að missa sig við löggjafann þegar banaslysið varð á vesturlandsvegi, skipti engu þótt reynt væri að útskýra fyrir viðkomandi hvað væri í gangi. Sem betur fer báðust þó flestir afsökunar á óviðurkvæmilegri hegðun sinni, en þó ekki allir, sem segir manni ákveðna sögu.

Sú hegðun sem fréttin vísar til er ein af ástæðum þess að fulltrúar löggjafans hafa afar litla þolinmæði oft á stundum og eiga það til að missa sig líka, en höfum það þó hugfast að þeir eiga náttúrulega ekki að gera það, en lái þeim hver sem vill. Ég get fyllilega skilið þá tilfinningu að sjá það að baráttan við allskonar óþjóðalýð er tilgangslaus og eina virka aðferðin er að beita hörku, því þá fyrst skilja rugludallarnir eitthvað.

Linkindin sem almenningur vill að beitt sé hefur orðið til þess að þeir sem hafa svo brenglað veruleikaskyn að skemma viljandi eigur annarra, og jafnvel taka líf annarra, gera þetta hiklaust vegna þess að þeir vita það að ekkert verður aðhafst hvort eð er. Í versta falli settir í gæsluvarðhald og sleppt svo að yfirheysrlum loknum. Og uppskera svo fáránlega dóma fyrir athæfið.

Skömm að þessu. 


mbl.is Skemmdu tæplega 30 bifreiðar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband