Skrýtin fyrirsögn

Hingað til hefur aldrei staðið annað til en að veita verkstæðum upplýsingar um viðgerðir og fleira því tengdu, allavega þar sem ég þekki til. Sjálfur starfa ég sem tæknimaður fyrir ákveðið bílaumboð hérna. Hins vegar er vandamálið það að smærri verkstæði tíma ekki að standa straum af kostnaði sem fylgir því að bæta við viðeigandi og nauðsynlegum verkfæra og tæknibúnaði til að geta þjónustað einhverjar ákveðnar bílategundir. Svo ég tali nú ekki um öll þau námskeið sem þjónustuaðilar verða að sækja til að uppfylla og viðhalda nægilegri þekkingu, svo hægt sé að sinna lágmarks þjónustustigi. Allt kostar þetta allnokkrar fjárhæðir, sem bílaumboðin verða að leggja út fyrir og smærri aðilar tíma ekki, eðlilega kemur þetta fram í útseldri vinnu. Það sér hver heilvita maður. Svo ör þróun er í bílaiðnaðinum nú seinni ár að bifvélavirkjar á almennum verkstæðum eru oft orðnir töluvert eftirá í mörgum atriðum, skiljanlega þar sem hvötin til að endurmennta er oft af skornum skammti. 

Og þar sem nútíma skilningur á þessum atriðum er oft afar furðulegur, t.d. það að bílar séu hættir að bila, bara mismunandi mikið gallaðir, þá snýst þetta að sjálfsögðu einnig um að viðkomandi verkstæði verður að hafa þessa sértæku þekkingu svo hægt sé að framkvæma ábyrgðarviðgerðir. Til þess verður að vera þjónustusamningur á milli umboðsins og verkstæðisins, með löglegum fyrirvörum samkvæmt evrópusamningum og að sjálfsögðu er lagalega krafan sú að viðkomandi sé í stakk búinn til að sinna þjónustuhlutverkinu. Allt kostar þetta töluverðar fjárhæðir, sem minni verkstæði tíma ekki að leggja út fyrir. 

Svo einfalt er það mál. Þessi grein í Mbl er samin af mikilli vanþekkingu.  


mbl.is Bifreiðaframleiðendum gert að birta tæknilegar upplýsingar fyrir verkstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið þið ekki muninn?

Ragnar Axelson, hinn ágæti ljósmyndari hefur Listamannsnafni Rax, ekki Raxi. Hmmm.....sér fólk ekki muninn? Ég sem áhugaljósmyndari hef ekkert skráð gælunafn, notast þá bara við fullt nafn ef eitthvað er. Svo er það nú þannig að þekktir einstaklingar og atvinnumenn skrásetja sín listamannsnöfn og þá er engum ehimilt að nota slík nöfn opinberlega nema að undangengnu samþykki viðkomandi. 
mbl.is Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög hlynntur áformum sem þessum

Það er nú þannig að framtíðin liggur öll á netinu, eða öllu heldur þeim framtíðarmöguleikum sem öll stafræn tækni hefur uppá að bjóða. Sjálfur þekki ég töluvert til á þessum sviðum, hef starfað í hliðstæðum geirum mörg undafarin ár og kem til með að gera áfram. Með skynsamlegri nýtingu okkar orkuauðlinda höfum við oddastöðu hvað þessi mál varðar, það sýnir sú ásókn álfyrirtækja hingað upp. Að sama skapi er það svo með þessi netþjónabú að þeirra tilvist stendur og fellur með orkukaupum á hagstæðu verði, og þar sem hver kílóvattstund er ódýrari hér með okkar aðferðum, er ekkert nema sjálfsagt fyrir viðlíkan rekstur að skoða aðstæður hér.

Ég er hlynntari netþjónabúum en álverum. 


mbl.is Væntanleg netþjónabú þurfa álíka raforku og 250 þúsund tonna álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör snilld

Alltaf gott og gaman þegar snúið er uppá þessi ca. 2000 ára gömlu hindurvitni. Þótt ég sé á engan hátt með húmorinn hans Jóns Gnarr, þá skil ég hintið. Hló meir að segja upphátt yfir þessum auglýsingum. Alltaf gaman líka að upplifa hræsnina í landanum þegar svonalagað ber fyrir augu. Þá verður landinn fyrst vitlaus. Nei, það má hálfdrepa börn og unglinga, öllum finnst ekkert athugavert við stjórnleysið í daglegu lífi, enginn stjórnmálamaður er látinn bera ábyrgð á sínum gjörðum, sem og almennir borgarar þegar kemur að almennum lögum. Það virðist vera bara hið fínasta mál, en þegar grínistar snúa uppá þessi löngu úreltu hindurvitni, þá er eitthvað að?

Hmm......!!!!!?????


mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur

Hvernig er það með okkur mörlandana, hvenær ætlum við að vitkast og fara að virða lög og fara eftir þeim? Hrikaleg vanvirðing er þetta.
mbl.is Yfir 20 manns teknir fyrir of hraðan akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðamyndavélar

Hef oft lesið yfir viðbrögð annarra varðandi aðgerðir yfirvalda sem þessar og stundum blöskrar mér.

Fyrir mér er þetta ákaflega einfalt, förum að lögum, þá þarf ekki að vera að hafa áhyggjur af "stóra bróður". Það er eins og allt of mörgum sé fyrirmunað að skilja að það gilda hér á landi reglur um hámarkshraða í dreifbýli sem og þéttbýli. Þessi hámarkshraði er t.d. 90 km/klst á þjóðvegi og miðast við bestu möguleg skilyrði hverju sinni. Takið eftir, bestu möguleg skilyrði hverju sinni.

Hvað er svona ofboðslega erfitt við að skilja svona einfalt atriði?


mbl.is Hraðamyndavélar í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ég hef alltaf sagt

Tveir Gúbí með sultu á milli í samlokuna, er besta svefnmeðalið........

mbl.is Gullfiskar góðir fyrir svefninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn sagna bestur

Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið varðandi mínar eigin hugrenningar hérna á þessu vefsvæði, er ljóst að hérna þola menn ekki sannleikann. Og það sannast alltaf betur og betur að sannleikurinn er sárastur, en hann verður að koma fram. Það er engum greiði gerður með því að þegja eða semja einhverjar klígjukenndar lofrollur í hvítri lygi. 

Og til að lágmarka hættuna á að "kommentarar", sem eru oftastnær nafnlausir, verði sér til skammar, hef ég lokað fyrir möguleikann á komment. Því eins og titill vefsvæðisins ber með sér, þá eru þetta mínar vefhugsanir og eru fyrir mig sjálfan.  


Drugfestival

Írskir dagar hafa verið undanfarin 2 ár ein alstærsta dóphátíð Íslendinga og ekki ætlar hátíðin í ár að svíkjast udan merkjum. Sem betur fer er gæsla og eftirlit til fyrirmyndar sem skýrir fjölda eiturlyfjamála og annarra fíkniefnamála. Það eru allmörg ár frá því ég fór sjálfur á einhverskonar útihátíð, hef í raun aldrei skilið þessa þörf fyrir að liggja útúrölvaður einhversstaðar og vera með leiðindi. En einhversstaðar verða íslendingar að fá útrás fyrir hálvitaganginn og önnur fíflalæti, sem og að iðka pervertískar hvatir. Nauðgun virðist vera tískufyrirbæri, mér finnst sem einhverjir fari með það fyrir stafni að nauðga og reyna komast upp með það. Svo náttúrulega að berja náungann, praktisera frumhvatirnar, þykjast vera betri en einhver annar. 
mbl.is Mikið um ólæti og ryskingar á Akranesi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Never ending story

Þarna er heimilislífið brostið greinilega. Alltaf allnokkur tilfelli á hverju ári. Fæst koma fram í fjölmiðlum.

mbl.is Lýst eftir 17 ára gamalli stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband