Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Pínulítið sjálfskaparvíti
8.2.2008 | 17:53
Það er ekki ofsögum sagt að það sem sett er á netið er um leið orðið aðgengilegt fyrir alla, þ.m.t. til einkanota fyrir þá sem skoða. Að sjálfsögðu ætti réttur höfunda að vera virtur en í praxís gerist það ekki. Sjálfur nota ég flickr sem myndasíðu en á móti passa ég mig á því að hafa annaðhvort upplausnarlitlar myndir eða síður merkilegar á síðunum mínum, gagngert til að lágmarka þessa hættu, þ.e. að aðrir geti nýtt sér þær í eigin þágu. Konan ætti að fara yfir allar myndirnar sínar og minnka upplausina nógu mikið til að illgerlegt sé að "blowa" þær upp aftur. Hins vegar hafa verið búin til forrit til að stækka upp aftur myndir í nægilega góða upplausn þótt þær séu vistaðar í mikilli þjöppun á netinu.
En þar sem við vitum, eða ættum að vita, er að "hinir" á netinu gera allt til að stela efni sem þeim líst á og gera það eingöngu til að sleppa við að borga fyrir, svo ég tali nú ekki um það að geta svo jafnvel selt efnið. Þannig er þetta því miður og allt tal um bróðerni þarna úti er kjaftæði hið mesta.
Myndir Rebekku seldar án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |