Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Ekki yfir strikið
29.1.2008 | 07:39
Ég sá þessa meintu svívirðu hjá Spaugstofunni en verð bara að segja það að ég get ekki áttað mig á þessari "svívirðu" sem hann þarna Sjálfstæðisflokkspeðið vill meina. Í mínum huga hefur ekkert breyst við þennan einstakling, veikindi eða ekki veikindi. Ef hann vill einhverja meðaumkun vegna sinna veikinda, þá gerist það ekki í pólitíkinni, svo mikið er víst. Svo má nú benda á að hann er ekki sá eini á landinu sem hefur orðið eitthvað miður sín vegna persónulegra mála og óþarft að blása þetta svona hrikalega upp, minnir mig á múgsefjunina í kringum Lúkasarmálið. Var kannski verið að reyna að búa eitthvað svoleiðis til aftur?
Ekki yfir strikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðleysið í sinni einföldustu mynd
25.1.2008 | 11:21
Hvaða fífl og fáviti fer að gefa frá sér höfundarréttinn, sem er þó lögvarinn réttur hvers myndhöfundar, sbr. lög um höfundarrétt, sem hægt er að sjá á vefnum www.myndstef.is Og enn frekar eru það einungir erkifífl sem misþyrma friðhelgi einkalífsins með ósamþykktum myndbirtingum og eru þar með orðnir lögbrjótar skv. almennum hegningarlögum.
Nóg er að hafa slefberablöð eins og DV og Séð og Heyrt til að sinna þessari lágkúru. Sé ekki tilganginn með því að bæta við þessa drulluflóru.
Íslensk paparazza-síða í smíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Elvis eða Jimmy Hoffa
25.1.2008 | 09:53
Næst sjá þeir örugglega einhvern frægan horfinn einstkling út úr vindsorfnum steinum þarna á Mars. Maður veltir stundum fyrir sér ástæðum þess að svonalagað sé talið fréttnæmt. Við vitum að hægt er að sjá nánast hvað sem er út úr grjóti og skýjum hérna á þessari kúlu og með frjóu ímyndunarafli er vel hægt að sjá álfa og tröll á Mars einnig.
Marsbúi eða garðálfur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |