Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hraðaakstur

Fínt fordæmi hjá bifhjólasamtökunum að gera þetta, þótt svo að við vitum að þeir einstaklingar sem vikið kann að verða úr félagasamtökum vegna ólöglegs athæfis, koma ekki til með að láta af fíflaskapnum. Það er þó allt annar handleggur. Ég er gamall hjólamaður, var að keyra stór hjól um '80 en hef verið óvirkur frá ca. '95. Mér hefur alla tíð leiðst þessi fáránlega árátta bifhjólafólks að vera með svona tilgangslausa stæla í þéttbýli. Einu skiptin sem ég fór hraðar en lög gerðu ráð fyrir, var þegar ég mat aðstæður þannig að ég væri ekki að stofna öðrum í hættu og í þeim tilfellum var ég á langkeyrslu úti á landi. Í þéttbýli fannst mér og finnst enn, full ástæða til að fara sérstaklega varlega, þar sem aðrir vegfarendur eiga í erfiðleikum með að meta fjarlægð í mótorhjólin sakir stærðarmunarins. Og þetta atriði er óháð hraða í raun. Ef ég á mótorhjóli færi með meiri hraða en gatnakerfið byði uppá, þá væri ég í raun búinn að undirrita minn eigin dauðadóm. Og þar sem ég er svo ferlega sjálfselskur að vilja ekki deyja, þá viðhafði ég ætíð varkárni í þéttbýlinu, eingöngu vegna þess að ég vissi að aðrir sáu mig svosem tímanlega, en héldu að ég væru mun lengra frá. 

Hraðaakstur er ætíð einstaklingsbundinn og ætti í raun að setja þessa einstaklinga í sálfræðipróf, sé slíkt fyrir hendi, til að meta hæfni þeirra til að stjórna ökutækjum með tilliti til áráttunnar að brjóta lög viljandi. Í starfi mínu sem tæknimaður fyrir ákveðna bifreiðategund hérna á Íslandi, hef ég mjög oft kynnst því að fólk telur sig hæfara en öryggisbúnað bílsins til að meta kringumstæður. Þetta atriði finnst mér einkennandi fyrir þennan hóp fólks, sem telur sig yfir lög og reglur hafið.

Lög eru sett til að búa til þann öryggisramma svo allir geti komið sér á milli staða á ökutækjum, áfallalaust. Og þá náttúrulega verða allir að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi á hverjum tíma. Þetta er ekkert flóknara en það.  


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmm....

Já og köngullóin verður heyrnarlaus þegar búið er að slíta allar lappirnar af henni.........

mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ

Þessi frétt er nú frekar innihaldlaus, skýrt klifað á því að "ef víninu sé neytt á réttan hátt". Piff, hvenær er vín notað á "réttan" hátt? Allavega geriri mörlandinn það ekki, svo mikið er víst.

mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nú hrópa allir Úlfur Úlfur

Þessar rigningar ýta all verulega undir þann hræðsluáróður að þær veðurkerfislegu breytingar sem hafa verið og eru að verða meiri, séu af mannavöldum.

Skemmtilegir þættir sem hafa verið á Ríkissjónvarpinu undanfarna daga, sem segja söguna eins og hún í raun er. Þá er ég ekki að tala um þáttinn með Sir Richard Attenborough, hann var reyndar á hinn bóginn. Nema jú, að undirstrika ennfrekar að þær breytingar sem eru að verða séu í raun "eðlilegar" kúrvur á grafinu.  


mbl.is Tveir látnir í flóðunum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur mér ekkert á óvart

Siðblindan í þjóðfélaginu er alltaf að versna, ár frá ári. Síðastliðin 20 ár hafa verið með verra móti hvað hrakandi siðgæðisvitund áhrærir. Virðing gagnvart umhverfinu og eigum annarra og jafnvel þeirra eigin, er á undanhaldi.

Foreldrar þessara ungmenna hafa greinilega klikkað á uppeldinu, það er nokkuð ljóst.  


mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverskt hagkerfi

Það vita það allir sem vilja að Kínverskt hagkerfi gengur út á að allir vinni og þeirra kerfi vinnur svona. Við getum ekki farið fram á að allir séu með sömu forsendur og vesturlandabúar. Hvernig færi fyrir okkar dásamlegu lágvöruverslunum ef Kínverjar færu að rukka fullt verð? Veltum því svolítið fyrir okkur.

Svo má ekki gleyma því að fyrir Kínverja er þetta ekki þrældómur, þessi skilgreining kemur frá okkur, þar sem við horfum aðeins á veröldina útfrá okkar viðmiðum. Öllum þykir sinn fugl fagur og öll tilveran er miðuð við það. Í augum Kínverja og annarra austurlanda er Evrópa og vesturveldin tákn græðgi og mammonsku og þar af leiðandi ekki til eftirbreytni.

Alveg á sama hátt og við túlkum þeirra tilveru sem "eftirá" og frekar vanþróaða ef eitthvað er.  


mbl.is Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árekstrar ólíkra menningarheima.

Eitthvað viðlíkt eigum við eftir að upplifa nú þegar fjöldi innflytjenda fer að aukast. Það er greinilegt á upplýsingum sem þessum að það er ekki sama hvaðan innflytjendurnir koma. Mest ber á erjum milli innfæddra og innflytjenda frá Asíuríkjum og Austurlöndum. 

Ekki hefur borið mikið á erjum milli Pólskra innflytjenda hér á landi þótt svo hlutfall þeirra sé töluvert yfir fjölda annarra þjóðarhópa. Þeir virðast eiga betur með að aðlagast okkur, nema þá að þeir séu einhverra hluta vegna betur í stakk búnir með að leiða muninn hjá sér.

Einhverjar róstur hafa þó verið undanfarin ár og ber hæst atvik þegar ætluð hrottaleg nauðgun átti sér stað á salerni skemmtistaðar hér í borginni. Okkur almenningi er kannski ekki skýrt frá öllum atriðum hvers máls, eðlilega kannski. Og seinni ár hafa einkennst af umræðu um Litháísku Mafíuna, sem er angi af þeirri Rússnesku. Þar er í gangi mansal og eiturlyf, innflutningur og sala, almenn dreifing. Og mikið af ofbeldi fylgir svoleiðis starfsemi.

Ef ég fer að opinbera mínar persónulegu skoðanir á þessum málum, þá er einmitt eitthvað af ofangreindu sem ég vil alls ekki sjá hérna og ætti löggjafinn að beina spjótum sínum mun betur að þessum liðum. Vonandi eru þeir að því, við vitum sennilega minnst af því.  


mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA Haleluja.....oh lord

Erum við ekki að verða full amerísk núna?

mbl.is Íslenskar konur fara fram á bætur vegna sílikonfyllinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á þá

Þessi íþróttamál okkar hafa lengi verið í molum og menn ofætla sitt eigið ágæti, ekki bara á þessum vetvangi heldur og flestum hverjum. Er ekki málið að fara að skoða innviðina?
mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins frábærar fréttir

Mikið var að eitthvað jákvætt og frábært kemur í blöðunum almennt, mætti vera meira af þessu. Aldeilis frábær árangur hjæa okkar fólki þarna.

mbl.is Fríða Rún vann gull í 10.000 metra hlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband