Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Skrýtin fyrirsögn

Hingað til hefur aldrei staðið annað til en að veita verkstæðum upplýsingar um viðgerðir og fleira því tengdu, allavega þar sem ég þekki til. Sjálfur starfa ég sem tæknimaður fyrir ákveðið bílaumboð hérna. Hins vegar er vandamálið það að smærri verkstæði tíma ekki að standa straum af kostnaði sem fylgir því að bæta við viðeigandi og nauðsynlegum verkfæra og tæknibúnaði til að geta þjónustað einhverjar ákveðnar bílategundir. Svo ég tali nú ekki um öll þau námskeið sem þjónustuaðilar verða að sækja til að uppfylla og viðhalda nægilegri þekkingu, svo hægt sé að sinna lágmarks þjónustustigi. Allt kostar þetta allnokkrar fjárhæðir, sem bílaumboðin verða að leggja út fyrir og smærri aðilar tíma ekki, eðlilega kemur þetta fram í útseldri vinnu. Það sér hver heilvita maður. Svo ör þróun er í bílaiðnaðinum nú seinni ár að bifvélavirkjar á almennum verkstæðum eru oft orðnir töluvert eftirá í mörgum atriðum, skiljanlega þar sem hvötin til að endurmennta er oft af skornum skammti. 

Og þar sem nútíma skilningur á þessum atriðum er oft afar furðulegur, t.d. það að bílar séu hættir að bila, bara mismunandi mikið gallaðir, þá snýst þetta að sjálfsögðu einnig um að viðkomandi verkstæði verður að hafa þessa sértæku þekkingu svo hægt sé að framkvæma ábyrgðarviðgerðir. Til þess verður að vera þjónustusamningur á milli umboðsins og verkstæðisins, með löglegum fyrirvörum samkvæmt evrópusamningum og að sjálfsögðu er lagalega krafan sú að viðkomandi sé í stakk búinn til að sinna þjónustuhlutverkinu. Allt kostar þetta töluverðar fjárhæðir, sem minni verkstæði tíma ekki að leggja út fyrir. 

Svo einfalt er það mál. Þessi grein í Mbl er samin af mikilli vanþekkingu.  


mbl.is Bifreiðaframleiðendum gert að birta tæknilegar upplýsingar fyrir verkstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið þið ekki muninn?

Ragnar Axelson, hinn ágæti ljósmyndari hefur Listamannsnafni Rax, ekki Raxi. Hmmm.....sér fólk ekki muninn? Ég sem áhugaljósmyndari hef ekkert skráð gælunafn, notast þá bara við fullt nafn ef eitthvað er. Svo er það nú þannig að þekktir einstaklingar og atvinnumenn skrásetja sín listamannsnöfn og þá er engum ehimilt að nota slík nöfn opinberlega nema að undangengnu samþykki viðkomandi. 
mbl.is Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband