Samfélagið er ekki netið
6.1.2007 | 14:00
Miðað við þessa grein, sem og margar aðrar af þessum toga, þá tel ég að verið sé að snúa eitthvað útúr staðreyndum. Ég er kominn á þann aldur að muna tímana tvenna og miðað við mína reynslu þá hefur grófleiki ofbeldisins aukist, hvort sem menn einblína á tölvuleiki eða sjónvarp sem orsakavald. Hitt er þó ofar í mínum huga að sú þjóðfélagsbreyting sem orðið hefur á síðastliðnum 30 árum sé hinn raunverulegi orsakavaldur.
Foreldrar almennt hafa af einhverjum ástæðum styttri tíma til að sinna börnum sínum og ala þau upp með góð manngildi að leiðarljósi. Allt þetta tilbúna nútímastress og annað vesen, þar sem allir verði nú að vera eitthvað, eiga þetta eða hitt og sleikja upp yfirboðara sína og leggja fljölskyldulífið að veði, hefur orðið til þess að börn verða útundan og ala sig sjálf upp að flestu leyti. Og þar sem fyrirmyndirnar vantar, þá verða ranghugmyndirnar allsráðandi og afraksturinn samkvæmt því.
Lítum okkur nær áður en við förum að skima eftir sökudólgunum, lausnin er nær en við flest höldum.
Netið ýtir undir hömluleysi og gróft ofbeldi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |