Áramót, eða hvað?
29.12.2006 | 22:40
Nú gengur sá tími í hönd þegar allir ætla nú að gera eitthvað, fyrir sjálfan sig eða aðra, kannski gera öðrum eitthvað, gera eitthvað af sér, nú eða kannski gera ekki neitt. Ég tilheyri síðastnefnda hópnum. Mér hafa alla tíð þótt þessi áramóta-eitthvað-heit vera eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt af. Fólk veit upp á sig sakirnar með ólífið-saurlífið og vill í einhverju skúmaskoti hugans breyta því, en í raun og veru vill fólk frekar bera sig öðruvísi að við saurlífið, finnst núverandi aðferð ekki virka sem skyldi.
Við eigum svo assgoti erfitt með að koma okkur uppúr drullufarinu sem við höfum verið að hjakka í seinustu árin, finnst það í raun og veru barasta ágætt, en okkur vantar tilbreytingu. Sú tilbreyting gæti verið að spreða 50kjelli í einhverja líkamsræktarstöðina, svona bara til að geta sagt við kunningjana að maður eigi kort. Málið er að afar fáir eru að gera þetta af einhverri alvöru og þeirri ákveðni og aga sem til þarf. Ég þarf ekki á neinu sérstöku átaki að halda líkamlega, frekar andlegu átaki. Ég er alveg í BMI formúlunni, neðarlega þó, en er ekki í áhættu með vannæringu.
Ég gæti vel hugsað mér að fara að stunda innhverfa íhugun, finna eitthvað Jing og Jang eða hvað það nú heitir. Kannski einhverfa útvíkkun, er það ekki til annars? Allavega koma jafnvægi á orkubúskapinn, maður er yfirleitt að keyra á varatankinum, eða lyktinni einni saman. Ef maður hefði fullan tank einhvern tímann, væri ég sjálfsagt sjálftætt starfandi námuiðnjöfur á Tunglinu á þessari stundu. Eyddi frístundum í það að grýta smásteinu í átt til jarðar með einlægri ósk um að hitta einhvern bjánann í hvirfilinn.
Nevertheless, (aldrei nema lessan), þá er ég í fúlustu alvöru að velta því fyrir mér að fara hressilega yfir á heimildinni við sprengiefnakaup á morgun, eitt af aðaláhugamálunum, í það minnsta á þessum tíma. Það blundar í okkur öllum skemmdarvargatilhneigingar, öll erum við perrar inn við beinið og sjálfsagt finnast varla í byggðu bóli jafn miklir rasistar og hérna á þessu guðsvolaða skeri.
Njótum eyðileggingarinnar, kaupum mikið af raketturusli, eyðum hýrunni í líkamsræktarstöðvar og vorkennum okkur svo aumingjaskapinn og bryðjum Ritalín og Valíum með smá dassi af Spítti.