Ekki yfir strikið
29.1.2008 | 07:39
Ég sá þessa meintu svívirðu hjá Spaugstofunni en verð bara að segja það að ég get ekki áttað mig á þessari "svívirðu" sem hann þarna Sjálfstæðisflokkspeðið vill meina. Í mínum huga hefur ekkert breyst við þennan einstakling, veikindi eða ekki veikindi. Ef hann vill einhverja meðaumkun vegna sinna veikinda, þá gerist það ekki í pólitíkinni, svo mikið er víst. Svo má nú benda á að hann er ekki sá eini á landinu sem hefur orðið eitthvað miður sín vegna persónulegra mála og óþarft að blása þetta svona hrikalega upp, minnir mig á múgsefjunina í kringum Lúkasarmálið. Var kannski verið að reyna að búa eitthvað svoleiðis til aftur?
Ekki yfir strikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |