Hraðamyndavélar
24.7.2007 | 17:01
Hef oft lesið yfir viðbrögð annarra varðandi aðgerðir yfirvalda sem þessar og stundum blöskrar mér.
Fyrir mér er þetta ákaflega einfalt, förum að lögum, þá þarf ekki að vera að hafa áhyggjur af "stóra bróður". Það er eins og allt of mörgum sé fyrirmunað að skilja að það gilda hér á landi reglur um hámarkshraða í dreifbýli sem og þéttbýli. Þessi hámarkshraði er t.d. 90 km/klst á þjóðvegi og miðast við bestu möguleg skilyrði hverju sinni. Takið eftir, bestu möguleg skilyrði hverju sinni.
Hvað er svona ofboðslega erfitt við að skilja svona einfalt atriði?
Hraðamyndavélar í gagnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |