Ótti á rökum reistur
2.6.2007 | 08:51
Ég skil ótta Eyjamanna varðandi þetta atriði. Nærtækt dæmi er hvernig fór fyrir Útgerðafélagi Akureyringa þegar Brim með Guðmund í fararbroddi komst með puttana í það.
Skandall hvernig eiginhagsmunapot getur spillt fyrir heilu byggðarfélögunum. Það eina rétta sem Eyjamenn geta gert er að róa að því öllum árum að halda félaginu kyrru. Allt kvótaplott af þessari stærðargráðu ætti að vera með yfirsjón heimamanna, hvar sem það svo er hverju sinni.
"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er öllu snúið á haus finnst mér og eiginhagsmunapotið er inní fyrirtækinu sjálfuog síðan er almenningi í Eyjum beitt fyrir helvítis bullið...
http://hva.blog.is/blog/hva/entry/228368
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2007 kl. 11:10