Kínverjar eru líka snillingar
23.5.2007 | 23:06
Þessir tilburðir Kínverja til að herma eftir tískumerkjunum er að mínu mati háð á alla þessa tískumarkaðshyggju og óforbetranleggt snobb. Ég til að mynda geng í inniskóm heima hjá mér sem voru keyptir í Rúmfatalagernum fyrir langt undir þúsundkallinum og eru eftirlíking af Adidas skóm. Kínverjarnir kalla þá Asadi og eru bara fínir til síns brúks. Ekki hefði mér dottið í hug að kaupa Adidas inniskóna á nokkur þúsund, bara úta af merkinu. Þetta er eiginlega bara snilld hjá þeim.
Ég hef alla tíð verið frekar afhuga öllum svona snobb tilhneigingum, elta tískumerkin og bruðla með fjármuni, sennilega vegna þess að ég hef ekki haft svo mikið milli handanna, ef við miðum við kaupæðið og annað brjálæði í okkur Íslendingum almennt. Ég er ekki upptekinn af ytri skel minni, er einfaldlega ég sjálfur og lifi mínu lífi samkvæmt því, án allra aukaefna og óþurftar eyðslu og sóun. Get meira að segja orðið verulega argur út í allan auglýsingapóstinn sem ryðst inn um lúguna dag eftir dag. Að mínu mati tilgangslaust.
Ég styð Kínverjana. :)
Kínverskar eftirlíkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |