Vistun gagna á netinu

Rebekka er snillingur, engin spurning, en veit ekki með snilligáfuna þegar kemur að vistun gagna sinna á netinu. Á flickr.com eru myndirnar vistaðar í óhóflega stóru upplagi og afar einfalt að stela efni  þaðan, þarf enga sérstaka kunnáttu til þess. Það sem fólk verður að hafa í huga er að vista myndir í lítilli upplausn, ekki meira en 72dpi og stærðina ekki yfir 800x600 pixlum. Þá er búið að koma í veg fyrir að hægt sé að gera nokkuð með myndirnar annað en að skoða þær online. 

Sjálfur geymi ég mikið magn mynda á netinu, en ekki á flickr.com Ég veit hversu örygginu er ábótavant á erlendum netveitum, þess vegan notast ég við íslenska netvistun þar sem heimatökin eru mun betri. Sjálfsagt eru flestir að reyna að spara sér eitthvað með því að vista myndir sínar eða önnur gögn á síðum eins og flickr og fleiri slíkum, þá er alveg ljóst að "sparnaðurinn" verður ekki mikill þegar efninu er stolið og aðrir maka krókinn á því.

Nei, skárra er að borga 3 þús kall á ári og vita af gögnunum öruggum í staðinn.  


mbl.is Stela íslenskum myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð bara að benda á að myndir Rebekku voru vistaðar í 72dpi, einhverjum brögðum var beitt til að ná þessu upp í skítsæmilegar eftirlíkingar af stækkuðum myndum.

 --- Gunnar Hrafn

Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband