Nauðug eður ei

Alveg merkilegt hjá fólki þegar fjara tekur undan frægðarsólinni, þá bregst það við með þessum hætti til þess eins að viðhalda athyglinni. Það er í það minnsta minn skilningur á þessu.  Fyrst hún hefur gert þetta nauðug, þá gefur það mér ástæðu til að ætla að ferill hennar í klámbransanum hafi ekki verið uppá marga fiska. Í það minnsta gengu þær sögur fjöllunum hærra þegar frægðarsólin skein sem hæst að hún hafi í raun "leikið" í nokkrum slíkum á sínum sokkabandsárum. 

Æjá, ekki vildi ég vera í hennar sporum, allur þessi öruggi samningur og glás af peningum og öll nauðsynleg athygli sem jú er hornsteinn alls þessa Holly brölts. Nei, segi ég, ekki vildi ég skipta við þetta lið um kjörin.....eða hvað?

Maður upplifir svona fréttir sem hortugheit og fyrirlitningu gangvart hinum sauðsvörtu skrípum, sem ég tilheyri sjálfsagt.  


mbl.is Gillian Anderson segist hafa neyðst til að leika í X-Files
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Æi aumingja hún, það er svo erfit að vera ríkur.

Linda, 18.4.2007 kl. 10:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband