Offitugenið
13.4.2007 | 23:40
Þetta er vissulega ljós í myrkri fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda í sinni baráttu, sem getur verið afar erfið. Hins vegar er að öllum líkindum langur vegur í það að eitthvað markvert gerist, þá með hliðsjón af þeim aðferðum sem verður beitt. Nú er í flestum ríkjum heims bannað að fikta við erfðavísa mannsins, allavega í þeim skilningi að prófa sig áfram með hlutina í fólki.
En ég er hlynntur öllum svona rannsóknum, því á einhverjum tímapunkti verður eitthvað af þessu að veruleika, t.d. með stofnfrumurannsóknir og öll þau úrræði sem skapast með ræktun líffæra og svoleiðisnokk. Við verðum einfaldlega að fara að horfa framá við og sjá hlutina í réttu ljósi.
Offitugen fundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er rétt. Fórnum nokkrum til að bjarga öllum hinum. Þeir sem eru á móti svona er ekki Mansvinir
almenningsthorf (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 11:05