Hraðaakstur

Fínt fordæmi hjá bifhjólasamtökunum að gera þetta, þótt svo að við vitum að þeir einstaklingar sem vikið kann að verða úr félagasamtökum vegna ólöglegs athæfis, koma ekki til með að láta af fíflaskapnum. Það er þó allt annar handleggur. Ég er gamall hjólamaður, var að keyra stór hjól um '80 en hef verið óvirkur frá ca. '95. Mér hefur alla tíð leiðst þessi fáránlega árátta bifhjólafólks að vera með svona tilgangslausa stæla í þéttbýli. Einu skiptin sem ég fór hraðar en lög gerðu ráð fyrir, var þegar ég mat aðstæður þannig að ég væri ekki að stofna öðrum í hættu og í þeim tilfellum var ég á langkeyrslu úti á landi. Í þéttbýli fannst mér og finnst enn, full ástæða til að fara sérstaklega varlega, þar sem aðrir vegfarendur eiga í erfiðleikum með að meta fjarlægð í mótorhjólin sakir stærðarmunarins. Og þetta atriði er óháð hraða í raun. Ef ég á mótorhjóli færi með meiri hraða en gatnakerfið byði uppá, þá væri ég í raun búinn að undirrita minn eigin dauðadóm. Og þar sem ég er svo ferlega sjálfselskur að vilja ekki deyja, þá viðhafði ég ætíð varkárni í þéttbýlinu, eingöngu vegna þess að ég vissi að aðrir sáu mig svosem tímanlega, en héldu að ég væru mun lengra frá. 

Hraðaakstur er ætíð einstaklingsbundinn og ætti í raun að setja þessa einstaklinga í sálfræðipróf, sé slíkt fyrir hendi, til að meta hæfni þeirra til að stjórna ökutækjum með tilliti til áráttunnar að brjóta lög viljandi. Í starfi mínu sem tæknimaður fyrir ákveðna bifreiðategund hérna á Íslandi, hef ég mjög oft kynnst því að fólk telur sig hæfara en öryggisbúnað bílsins til að meta kringumstæður. Þetta atriði finnst mér einkennandi fyrir þennan hóp fólks, sem telur sig yfir lög og reglur hafið.

Lög eru sett til að búa til þann öryggisramma svo allir geti komið sér á milli staða á ökutækjum, áfallalaust. Og þá náttúrulega verða allir að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi á hverjum tíma. Þetta er ekkert flóknara en það.  


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 07:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband