Árekstrar ólíkra menningarheima.

Eitthvað viðlíkt eigum við eftir að upplifa nú þegar fjöldi innflytjenda fer að aukast. Það er greinilegt á upplýsingum sem þessum að það er ekki sama hvaðan innflytjendurnir koma. Mest ber á erjum milli innfæddra og innflytjenda frá Asíuríkjum og Austurlöndum. 

Ekki hefur borið mikið á erjum milli Pólskra innflytjenda hér á landi þótt svo hlutfall þeirra sé töluvert yfir fjölda annarra þjóðarhópa. Þeir virðast eiga betur með að aðlagast okkur, nema þá að þeir séu einhverra hluta vegna betur í stakk búnir með að leiða muninn hjá sér.

Einhverjar róstur hafa þó verið undanfarin ár og ber hæst atvik þegar ætluð hrottaleg nauðgun átti sér stað á salerni skemmtistaðar hér í borginni. Okkur almenningi er kannski ekki skýrt frá öllum atriðum hvers máls, eðlilega kannski. Og seinni ár hafa einkennst af umræðu um Litháísku Mafíuna, sem er angi af þeirri Rússnesku. Þar er í gangi mansal og eiturlyf, innflutningur og sala, almenn dreifing. Og mikið af ofbeldi fylgir svoleiðis starfsemi.

Ef ég fer að opinbera mínar persónulegu skoðanir á þessum málum, þá er einmitt eitthvað af ofangreindu sem ég vil alls ekki sjá hérna og ætti löggjafinn að beina spjótum sínum mun betur að þessum liðum. Vonandi eru þeir að því, við vitum sennilega minnst af því.  


mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ekkert talað um árekstra þessa fólks við innfædda í fréttinni.  Hins vegar er augljóst að faðirinn er ekki heill á geði.  Hlýtur að vera mjög truflað fólk sem fremur svona ódæðisverk.

Bergþóra Jónsdóttir, 11.6.2007 kl. 01:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband